Innlent

Stjórn­völd koma hvergi ná­lægt nýrri skimunar­­stöð við flug­­völlinn

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Öryggismiðstöðin og rannsóknarstofan Sameind reka skimunarstöðina.
Öryggismiðstöðin og rannsóknarstofan Sameind reka skimunarstöðina. aðsend

Ný einka­rekin skimunar­stöð fyrir Co­vid-19 hefur verið opnuð í Reykja­nes­bæ, skammt frá flugvellinum. Hún er sér­stak­lega hugsuð fyrir ferða­menn sem þurfa að fara í sýna­töku fyrir brott­för úr landinu. Þar verða notuð skyndi­próf sem gefa niður­stöðu á fimm­tán mínútum.

Hver sem er getur þó bókað tíma þar en hvert próf kostar 6.900 krónur.

Stjórn­völd koma ekki ná­lægt rekstri skimunar­stöðvarinnar en hana reka rann­sóknar­stofan sam­eind og fyrir­tækið Öryggis­mið­stöðin. Að sögn Ómars Arnar Jóns­sonar, markaðs­stjóra Öryggis­mið­stöðvarinnar, hefur fyrir­tækið að­stoðað heilsu­gæsluna við skimanir og mun halda því á­fram en opnar nú nýja stöð á eigin vegum.

Stroka í nef en ekki í kok

Prófin sem verða notuð kallast Anti­gen-próf en þau eiga að skila ná­kvæmri niður­stöðu á að­eins fimm­tán mínútum. Ómar Örn segir að ná­kvæmni niðurstaðna úr prófunum sé tæp­lega 99 prósent.

Hér á landi hafa svo­kölluð PCR-próf aðal­lega verið notuð en mun lengri tíma tekur að greina þau.

Prófin eru framkvæmd með stroku í nef en ekki í nef og kok eins og PCR-prófin. Siemens framleiðir skyndiprófin.

Fimmtán mínútur og voilà!aðsend

Skimunar­stöðin var opnuð í hús­næði Aðal­torgs við Aðal­götu 60 í Reykja­nes­bæ, skammt frá flug­vellinum. Hún er aðal­lega hugsuð fyrir þá sem eru á leið á flug­völlinn en verða að sýna fram á að þeir hafi greinst nei­kvæðir fyrir Co­vid-19 fyrir brott­för.

Skyndi­prófin er að sögn Ómars metin full­gild er­lendis og getur fólk sýnt nei­kvæða niður­stöðu úr Anti­gen-prófi eins og PCR-prófi til að fá að ferðast milli landa.

Tími í skimun hjá Öryggismiðstöðinni er bókaður á vefsíðu Öryggismiðstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×