Refsistríðið Baldur Karl Magnússon skrifar 10. júní 2021 15:31 Stríðið gegn vímuefnum er í reynd stríð gegn vímuefnaneytendum. Það er stríð löggæsluyfirvalda gegn fólki sem flest eiga við fíknisjúkdóm að stríða. Saga afglæpavæðingar er sagan af endalokum þessa stríðs, vopnahléi milli neytenda og lögreglu. Í stríðinu hafa vissulega verið höfuðpaurar sem kaupa, selja og miðla vímuefnum í gróðaskyni, en meirihluti þeirra sem lent hafa undir hæl yfirvalda gerðu þá helstu skissu í lífinu að reyna að deyfa andlegan sársauka sinn með efnum því þau fundu enga aðra leið til þess. Flest þeirra sem beitt hafa verið refsingum vegna fíkniefnalagabrota hér á landi hafa gerst sek um það sem kallast „einföld varsla“, sem er í flestum tilfellum varsla skammta til eigin neyslu. Stríðið gegn fíkniefnum á rætur sínar að rekja til þriðja áratugs tuttugustu aldar þegar sett voru hér á landi lög um tilbúning og verslun með ópíum o.fl., en lögin byggðu á Haag-samþykktinni frá 1912 sem Ísland gerðist aðili að árið 1921. Lögunum var lítið beitt fyrstu áratugina enda lítið um meðferð vímuefna hér á landi framan af. Á sjöunda og áttunda áratuga 20. aldar voru öll önnur ávana- og fíkniefni voru felld undir löggjöfina og var varsla og meðferð þeirra þá gerð refsiverð, enda hafði þá notkun þeirra tekið að aukast hér á landi. Allt frá þeim tíma hefur neysla vímuefna aukist jafn og þétt. Neikvæðar afleiðingar neyslunnar hafa samhliða komið skýrar fram og vandamálum tengst neyslunni fjölgað. Þrátt fyrir það hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar á lögunum og er það nú svo að núgildandi fíkniefnalöggjöf stendur óbreytt að miklu leyti frá árinu 1974. Helsta þróunin í málaflokknum lengi vel var sú að refsiheimildir voru sífellt hækkaðar því að upp komu stærri og stærri mál, en refsiramminn var þegar fullnýttur, þ.e. búið var að dæma fólk til þyngstu mögulegu refsingar. Þegar næsta burðardýrið kom með tvö þúsund E-töflum meira til landsins þá var ekkert í stöðunni en að hækka refsirammann til að gæta samræmis. Hér á landi hefur lengst af verið við lýði ströng refsistefna sem byggir á því að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna með lögum og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort að viðkomandi sé neytandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum var lengst af beitt miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra, og fíkniefnaneytendur reglulega uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Baksíða Morgunblaðsins 18. október 1992, dæmi um hvernig stilla má fíkniefnaneytendum upp sem helstu ógninni við friðsælt samfélag. Svona var staðan í vímuefnamálum snemma á 21. öldinni þegar hugtök eins og skaðaminnkun tóku að ryðja sér til rúms. Byltingarkenndri tilraun var hrint í framkvæmd í Portúgal árið 2001 eftir mikinn heróínfaraldur sem hafði geisað um árabil. Það ár voru samþykkt lög í Portúgal sem gerðu það að verkum að varsla neysluskammta allra vímuefna var ekki lengur refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Þess í stað var athygli beint að því að veita þeim sem ættu við fíknivanda að stríða heilbrigðisþjónustu. Þegar Portúgal réðst í afglæpavæðinguna var ástandið orðið það slæmt að talið var að um eitt prósent þjóðarinnar hefði ánetjast heróíni sem orsakaði gríðarlega aukningu HIV-smita og tilfella lifrarbólgu C. Nokkur ágreiningur var um setningu laganna og sömuleiðis efasemdir um mögulegan árangur þeirra. Með árunum hurfu þær þó þegar tilraunin sýndi árangur. Glæpum tengdum afbrotum fækkaði. Dauðsföllum fækkaði, sem og tilfellum alnæmis og lifrarbólgu. Í raun var Portúgal sönnun þess að það væri hægt að ná árangri án þess að refsa fólki. Yfirvöld herða tökin Hér á landi var tónninn þó annar. Nokkrum árum áður höfðu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg hrundið á stað verkefni undir heitinu „Fíkniefnalaust Ísland 2000“. Í því fólust herskáar aðgerðir lögreglu gagnvart fíkniefnaheiminum og hræðsluáróður í garð ungmenna. Aðgerðirnar voru fjölmargar en aldrei fækkaði fíkniefnunum. Þegar markmiðið um fíkniefnalaust Ísland 2000 gekk ekki upp var reynt að slá því á frest og miða að fíkniefnalausu Íslandi 2002. Það gekk heldur ekki eftir. Stríðið gegn fólkinu með fíkniefnin harðnaði og samfélagslegt tjón jókst. Hundruðir eða þúsundir Íslendinga hafa látið lífið annað hvort í beinni eða óbeinni afleiðingu stríðs yfirvalda gegn vímuefnaneytendum. Sum tóku óvart of stóran skammt, sum eyðilögðu líkama sinn með áralangri neyslu og önnur höfuðið. Flest þau sem ánetjuðust fíkniefnum áttu einhverra sögu áfalla eða geðrænna vandamála og stórt hlutfall þeirra fékk aldrei viðeigandi hjálp. Nær öll sem voru í neyslu til lengri tíma urðu fyrir einhverjum áföllum á meðan neyslunni stóð, ýmist vegna valdbeitingu lögreglu, ofbeldi sem tengdist neyslunni eða öðrum afbrotum, eða jafnvel vegna þess að þau höfðu engin úrræði til að hjálpa vinum sínum sem tóku of stóran skammt. Margar heimildarmyndir og þættir sýndu ógeðslegan heim neyslunnar í þeim tilgangi að hræða ungmenni frá þessum heimi, og skrímslavæddu þar með neytendur. En þegar kunningjar þeirra buðu þeim svo að prófa þá sáu þau strax að þetta voru engin skrímsli og kannski ekkert að óttast. Kosningaauglýsing Framsóknarflokksins sem birtist í Morgunblaðinu, 7. maí 1999 „Hræðsluáróður og glæpavæðing“ En með árunum tók viðhorfið að breytast. Forvarnarstarf fór að einblína meira á að virkja ungt fólk út frá áhugamálum þeirra og að stuðla að betri félagslegum tengslum og það skilaði árangri fyrir stóran hóp. Á Alþingi varð fyrst íslenskra þingmanna til að fjalla um afglæpavæðingu fyrir neytendur vímuefna þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, en í ræðu á Alþingi 15. nóvember 2012 sagði hún: „Ég held að við þurfum að breyta um tækni, ég held að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Ég bendi á skýrslur Global Commission on Drug Policy þar sem því hefur verið haldið fram og þar sem fjallað er um þau mál af miklu meiri skynsemi en ég hef séð gert hér á landi. Við þurfum að bregðast við vandanum með öðrum aðferðum. Lausnin sem þessi hópur bendir á er meðal annars að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvandamál, hjálpa neytendum í vanda sínum en ekki ýta þeim út í þann jaðarheim afbrota og fíkniefnaviðskipta sem viðgengst og skipulögð glæpastarfsemi byggir á.“ Skýrslur Alþjóðaráðsins um fíkniefnamál sem hún vísaði í lýstu því yfir að stríðið gegn fíkniefnum væri tapað og markaði fyrstu heildstæðu tillögurnar á alþjóðavettvangi um skaðaminnkandi nálgun á vandamál tengd vímuefnamisnotkun. Þetta varð raunar upphafið að mikilli umræðu á sviði stjórnmálanna um afglæpavæðingu vímuefna og því að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvandamál frekar en löggæsluvandamál. Margrét sagði enn fremur í aðsendri grein í DV þann 20. febrúar 2013: “Hræðsluáróður og glæpavæðing hefur gert illt verra, gert viðskipti með ólögleg fíkniefni ábatasamari og stöðu fíkniefnaneytenda skelfilega.“ Fyrst til að leggja fram þingmál á Alþingi þar sem fjallað var um afglæpavæðingu vímuefna var þó Birgitta Jónsdóttir í mars 2013 þegar hún lagði fram þingsályktunartillögu um heildstæða stefnu um að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum. Þar var lagt til að fela ríkisstjórninni að líta til löggjafar annarra ríkja þar sem horfið hefur verið frá glæpavæðingu og refsistefnu tengdri fíkniefnamálum sem og tillagna alþjóðlegra nefnda og stofnana á sviði rannsókn í forvörnum gegn fíkniefnum. Málið komst ekki til 1. umræðu en það var endurflutt um haustið þegar Birgitta hafði ásamt tveimur öðrum þingmönnum leitt nýjan flokk Pírata á þing. Við endurflutning málsins bar tillagan nýtt og heldur óþjált heiti: „Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“ Tillagan var til vinnslu á Alþingi allt fram að þinglokum vorið 2014, þegar hún var samþykkt með 47 greiddum atkvæðum, en 7 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingsályktunin um mótun skaðaminnkunarstefnu markaði stór skref og var fyrsti raunverulegi vitnisburðurinn um viðhorfs- og stefnubreytingu í íslensku samfélagi þegar kom að því hvernig leysa skyldi vandann sem fælist í útbreiddri misnotkun vímuefna. Árið 2014 var útlit fyrir meiri háttar breytingar í átt að skaðaminnkun í íslensku samfélagi. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, talaði um nauðsyn þess að afglæpavæða neyslu og að refsistefnan væri ekki að skila þeim árangri sem við vildum ná. Það voru því miklar væntingar þegar heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp þann 11. júlí 2014 á grundvelli þingsályktunar Pírata. Starfshópurinn hafði það hlutverk að gera úttekt á gildandi lagaumhverfi, að kanna löggjöf annarra ríkja, tillögur alþjóðastofnana og rannsóknir varðandi skaðaminnkun og afglæpavæðingu og að skapa heildstæða stefnu sem legði höfuðáherslu á mannúðlega nálgun og vernd mannréttinda og sem drægi úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu með því stuðla að auknu trausti jaðarhópa til samfélagsins og þeirra stofnana sem eiga að veita þeim þjónustu og skjól. Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Þessi grein er sú fyrsta í röð þriggja um tilraunir til afglæpavæðingar vímuefna á Íslandi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Alþingi Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Baldur Karl Magnússon Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er í reynd stríð gegn vímuefnaneytendum. Það er stríð löggæsluyfirvalda gegn fólki sem flest eiga við fíknisjúkdóm að stríða. Saga afglæpavæðingar er sagan af endalokum þessa stríðs, vopnahléi milli neytenda og lögreglu. Í stríðinu hafa vissulega verið höfuðpaurar sem kaupa, selja og miðla vímuefnum í gróðaskyni, en meirihluti þeirra sem lent hafa undir hæl yfirvalda gerðu þá helstu skissu í lífinu að reyna að deyfa andlegan sársauka sinn með efnum því þau fundu enga aðra leið til þess. Flest þeirra sem beitt hafa verið refsingum vegna fíkniefnalagabrota hér á landi hafa gerst sek um það sem kallast „einföld varsla“, sem er í flestum tilfellum varsla skammta til eigin neyslu. Stríðið gegn fíkniefnum á rætur sínar að rekja til þriðja áratugs tuttugustu aldar þegar sett voru hér á landi lög um tilbúning og verslun með ópíum o.fl., en lögin byggðu á Haag-samþykktinni frá 1912 sem Ísland gerðist aðili að árið 1921. Lögunum var lítið beitt fyrstu áratugina enda lítið um meðferð vímuefna hér á landi framan af. Á sjöunda og áttunda áratuga 20. aldar voru öll önnur ávana- og fíkniefni voru felld undir löggjöfina og var varsla og meðferð þeirra þá gerð refsiverð, enda hafði þá notkun þeirra tekið að aukast hér á landi. Allt frá þeim tíma hefur neysla vímuefna aukist jafn og þétt. Neikvæðar afleiðingar neyslunnar hafa samhliða komið skýrar fram og vandamálum tengst neyslunni fjölgað. Þrátt fyrir það hafa engar grundvallarbreytingar verið gerðar á lögunum og er það nú svo að núgildandi fíkniefnalöggjöf stendur óbreytt að miklu leyti frá árinu 1974. Helsta þróunin í málaflokknum lengi vel var sú að refsiheimildir voru sífellt hækkaðar því að upp komu stærri og stærri mál, en refsiramminn var þegar fullnýttur, þ.e. búið var að dæma fólk til þyngstu mögulegu refsingar. Þegar næsta burðardýrið kom með tvö þúsund E-töflum meira til landsins þá var ekkert í stöðunni en að hækka refsirammann til að gæta samræmis. Hér á landi hefur lengst af verið við lýði ströng refsistefna sem byggir á því að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna með lögum og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort að viðkomandi sé neytandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum var lengst af beitt miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra, og fíkniefnaneytendur reglulega uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Baksíða Morgunblaðsins 18. október 1992, dæmi um hvernig stilla má fíkniefnaneytendum upp sem helstu ógninni við friðsælt samfélag. Svona var staðan í vímuefnamálum snemma á 21. öldinni þegar hugtök eins og skaðaminnkun tóku að ryðja sér til rúms. Byltingarkenndri tilraun var hrint í framkvæmd í Portúgal árið 2001 eftir mikinn heróínfaraldur sem hafði geisað um árabil. Það ár voru samþykkt lög í Portúgal sem gerðu það að verkum að varsla neysluskammta allra vímuefna var ekki lengur refsiverð samkvæmt hegningarlögum. Þess í stað var athygli beint að því að veita þeim sem ættu við fíknivanda að stríða heilbrigðisþjónustu. Þegar Portúgal réðst í afglæpavæðinguna var ástandið orðið það slæmt að talið var að um eitt prósent þjóðarinnar hefði ánetjast heróíni sem orsakaði gríðarlega aukningu HIV-smita og tilfella lifrarbólgu C. Nokkur ágreiningur var um setningu laganna og sömuleiðis efasemdir um mögulegan árangur þeirra. Með árunum hurfu þær þó þegar tilraunin sýndi árangur. Glæpum tengdum afbrotum fækkaði. Dauðsföllum fækkaði, sem og tilfellum alnæmis og lifrarbólgu. Í raun var Portúgal sönnun þess að það væri hægt að ná árangri án þess að refsa fólki. Yfirvöld herða tökin Hér á landi var tónninn þó annar. Nokkrum árum áður höfðu ríkisstjórn Íslands og Reykjavíkurborg hrundið á stað verkefni undir heitinu „Fíkniefnalaust Ísland 2000“. Í því fólust herskáar aðgerðir lögreglu gagnvart fíkniefnaheiminum og hræðsluáróður í garð ungmenna. Aðgerðirnar voru fjölmargar en aldrei fækkaði fíkniefnunum. Þegar markmiðið um fíkniefnalaust Ísland 2000 gekk ekki upp var reynt að slá því á frest og miða að fíkniefnalausu Íslandi 2002. Það gekk heldur ekki eftir. Stríðið gegn fólkinu með fíkniefnin harðnaði og samfélagslegt tjón jókst. Hundruðir eða þúsundir Íslendinga hafa látið lífið annað hvort í beinni eða óbeinni afleiðingu stríðs yfirvalda gegn vímuefnaneytendum. Sum tóku óvart of stóran skammt, sum eyðilögðu líkama sinn með áralangri neyslu og önnur höfuðið. Flest þau sem ánetjuðust fíkniefnum áttu einhverra sögu áfalla eða geðrænna vandamála og stórt hlutfall þeirra fékk aldrei viðeigandi hjálp. Nær öll sem voru í neyslu til lengri tíma urðu fyrir einhverjum áföllum á meðan neyslunni stóð, ýmist vegna valdbeitingu lögreglu, ofbeldi sem tengdist neyslunni eða öðrum afbrotum, eða jafnvel vegna þess að þau höfðu engin úrræði til að hjálpa vinum sínum sem tóku of stóran skammt. Margar heimildarmyndir og þættir sýndu ógeðslegan heim neyslunnar í þeim tilgangi að hræða ungmenni frá þessum heimi, og skrímslavæddu þar með neytendur. En þegar kunningjar þeirra buðu þeim svo að prófa þá sáu þau strax að þetta voru engin skrímsli og kannski ekkert að óttast. Kosningaauglýsing Framsóknarflokksins sem birtist í Morgunblaðinu, 7. maí 1999 „Hræðsluáróður og glæpavæðing“ En með árunum tók viðhorfið að breytast. Forvarnarstarf fór að einblína meira á að virkja ungt fólk út frá áhugamálum þeirra og að stuðla að betri félagslegum tengslum og það skilaði árangri fyrir stóran hóp. Á Alþingi varð fyrst íslenskra þingmanna til að fjalla um afglæpavæðingu fyrir neytendur vímuefna þáverandi þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, en í ræðu á Alþingi 15. nóvember 2012 sagði hún: „Ég held að við þurfum að breyta um tækni, ég held að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Ég bendi á skýrslur Global Commission on Drug Policy þar sem því hefur verið haldið fram og þar sem fjallað er um þau mál af miklu meiri skynsemi en ég hef séð gert hér á landi. Við þurfum að bregðast við vandanum með öðrum aðferðum. Lausnin sem þessi hópur bendir á er meðal annars að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvandamál, hjálpa neytendum í vanda sínum en ekki ýta þeim út í þann jaðarheim afbrota og fíkniefnaviðskipta sem viðgengst og skipulögð glæpastarfsemi byggir á.“ Skýrslur Alþjóðaráðsins um fíkniefnamál sem hún vísaði í lýstu því yfir að stríðið gegn fíkniefnum væri tapað og markaði fyrstu heildstæðu tillögurnar á alþjóðavettvangi um skaðaminnkandi nálgun á vandamál tengd vímuefnamisnotkun. Þetta varð raunar upphafið að mikilli umræðu á sviði stjórnmálanna um afglæpavæðingu vímuefna og því að líta á fíkniefnavandann sem heilbrigðisvandamál frekar en löggæsluvandamál. Margrét sagði enn fremur í aðsendri grein í DV þann 20. febrúar 2013: “Hræðsluáróður og glæpavæðing hefur gert illt verra, gert viðskipti með ólögleg fíkniefni ábatasamari og stöðu fíkniefnaneytenda skelfilega.“ Fyrst til að leggja fram þingmál á Alþingi þar sem fjallað var um afglæpavæðingu vímuefna var þó Birgitta Jónsdóttir í mars 2013 þegar hún lagði fram þingsályktunartillögu um heildstæða stefnu um að draga úr eftirspurn eftir fíkniefnum. Þar var lagt til að fela ríkisstjórninni að líta til löggjafar annarra ríkja þar sem horfið hefur verið frá glæpavæðingu og refsistefnu tengdri fíkniefnamálum sem og tillagna alþjóðlegra nefnda og stofnana á sviði rannsókn í forvörnum gegn fíkniefnum. Málið komst ekki til 1. umræðu en það var endurflutt um haustið þegar Birgitta hafði ásamt tveimur öðrum þingmönnum leitt nýjan flokk Pírata á þing. Við endurflutning málsins bar tillagan nýtt og heldur óþjált heiti: „Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu, til verndar neytendum efnanna, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“ Tillagan var til vinnslu á Alþingi allt fram að þinglokum vorið 2014, þegar hún var samþykkt með 47 greiddum atkvæðum, en 7 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sátu hjá. Þingsályktunin um mótun skaðaminnkunarstefnu markaði stór skref og var fyrsti raunverulegi vitnisburðurinn um viðhorfs- og stefnubreytingu í íslensku samfélagi þegar kom að því hvernig leysa skyldi vandann sem fælist í útbreiddri misnotkun vímuefna. Árið 2014 var útlit fyrir meiri háttar breytingar í átt að skaðaminnkun í íslensku samfélagi. Þáverandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, talaði um nauðsyn þess að afglæpavæða neyslu og að refsistefnan væri ekki að skila þeim árangri sem við vildum ná. Það voru því miklar væntingar þegar heilbrigðisráðherra skipaði starfshóp þann 11. júlí 2014 á grundvelli þingsályktunar Pírata. Starfshópurinn hafði það hlutverk að gera úttekt á gildandi lagaumhverfi, að kanna löggjöf annarra ríkja, tillögur alþjóðastofnana og rannsóknir varðandi skaðaminnkun og afglæpavæðingu og að skapa heildstæða stefnu sem legði höfuðáherslu á mannúðlega nálgun og vernd mannréttinda og sem drægi úr skaðlegum afleiðingum og hliðarverkunum vímuefnaneyslu með því stuðla að auknu trausti jaðarhópa til samfélagsins og þeirra stofnana sem eiga að veita þeim þjónustu og skjól. Afglæpavæðing einkaneyslu fíkniefna gæti orðið íslenskur veruleiki Þessi grein er sú fyrsta í röð þriggja um tilraunir til afglæpavæðingar vímuefna á Íslandi. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Pírata.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun