Ragnhildur Kristinsdóttir var efst eftir tvo hringi á mótinu en hún er nú dottin úr leik líkt og Hulda Clara Gestsdóttir.
Jóhanna Lea lagði Emily Toy í holukeppni í dag. Keppni þeirra var æsispennandi, réðust úrslitin ekki fyrr en á 18. og síðustu holu dagsins.
Fyrir síðustu holuna var Jóhanna Lea með einnar holu forskot. Þær léku hins vegar báðar lokaholu dagsins á fimm höggum og því hafði Jóhanna Lea betur. Hún er þar með komin áfram í átta manna úrslit. Þar mætir Jóh hinni írsku Katie Lanigan.
The Toy Story is done @ToyEmily1 loses on the last hole to Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir of Iceland https://t.co/yIeblEWi9K pic.twitter.com/e8HfIfTfci
— The R&A (@RandA) June 10, 2021
Til mikils er að vinna á mótinu en sigurvegari þess fær þátttökurétt á fjórum risamótum: AIG-mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian-meistaramótinu og Augusta National-mótinu.