Ætla má að ástæðan sé sú að í gær bárust fréttir af stærsta lottóvinningi sem unnist hefur hér á landi, þegar spilari í Víkinglottó vann yfir 1.270 milljónir króna. Sem sagt, tæplega 1,3 milljarða. Spilarinn heppni fjölskyldufaðir á fertugsaldri, búsettur á höfuðborgarsvæðinu.
Um var að ræða annan vinning sem var um 1,2 milljörðum hærri en hann hefði annars verið ef ekki hefði verið fyrir kerfisbreytingar þar sem þak var sett á þá upphæð sem gengið getur út sem fyrsti vinningur. Umframfjárhæðin, um 1,2 milljarðar, færðist því niður á annan vinning, sem annars hefði numið um 70 milljónum króna.
Af aukinni áskriftarsölu að dæma er ljóst að fréttirnar af vinningnum stóra, og kerfisbreytingunum sem búa að baki, má ætla að fjöldi fólks eygi vinningsvon þegar næst verður dregið.