Frá og með 1. júlí verður verður slakað á aðgerðum. Hætt verður að skima þá sem framvísa vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu af völdum Covid-19. Þá verður einnig hætt að skima börn fyrir Covid-19 við komuna til landsins.
Þeir sem ekki geta framvísað vottorðum um bólusetningu eða fyrri sýkingu þurfa þó áfram að framvísa neikvæðum PCR-vottorðum og mega þau ekki vera eldri en 72 klukkustunda gömul. Þá þurfa þeir jafnframt að fara í tvær PCR-skimanir hér á landi með fimm daga sóttkví á milli. Stefnt er þó að því að endurskoða þetta fyrirkomulag um miðjan næsta mánuð.
Samkvæmt minnisblaði Þórólfs voru flest þau afbrigði veirunnar sem greindust á landamærunum frá 1. maí alfa-afbrigði veirunnar (breska). Nokkrir greindust smitaðir af delta-afbrigðinu (indverska) og beta-afbrigðinu (suðurafríska).
Fréttin hefur verið uppfærð.