„Alltaf megastress að spila þessa leiki“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2021 13:30 Heimir Hallgrímsson og Kári Árnason tylltu sér í sófann í EM-stúdíóinu. Stöð 2 Sport Á meðan að sjálfir leikdagar Íslands á EM í Frakklandi 2016 voru eiginlega þægilegustu dagarnir fyrir þjálfarann Heimi Hallgrímsson þá segir Kári Árnason því alltaf fylgja „megastress“ að eiga fyrir höndum leik við stórþjóð. Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Heimir og Kári voru meðal gesta í síðasta upphitunarþætti Gumma Ben og Helenu Ólafsdóttur fyrir Evrópumótið í fótbolta sem hefst í kvöld. Þar var hinn merkilegi árangur þeirra á EM í Frakklandi rifjaður upp og Gummi spurði Heimi hvernig það væri að vera þjálfari á leikdegi. Hefur maður ekki áhyggjur af öllu? „Nei, það er reyndar ekki þannig. Yfirleitt eru þetta bestu dagarnir fyrir þjálfarana; síðasti dagur fyrir leik og leikdagur. Það er búið að skipuleggja allt,“ sagði Heimir en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: EM í dag: Heimir og Kári á leikdegi „Leikgreinendurnir eru búnir að klára sína vinnu. Við erum búnir að setja upp fundina. Æfingarnar eru ákveðnar. Þetta er ákveðið „fínpúss“. Maður þarf að sjá til þess að leikmenn séu tilbúnir. Snarpir,“ sagði Heimir og nefndi dæmi um „smáatriði“ sem þjálfararnir skoðuðu ef til vill á síðustu dögum fyrir leik: „Ég man að úti í Frakklandi áttum við fyrsta leik við Portúgala sem spiluðu við Eista rétt fyrir mótið og unnu þann leik 7-0. Við vorum þá komnir til Frakklands. Quaresma var maður leiksins gegn Eistum, skoraði tvö mörk og lagði upp tvö, þannig að það var ekki Ronaldo heldur hinn kantmaðurinn. Þá förum við kannski að spjalla um eitthvað svoleiðis. En það er allt klárt. Allt tilbúið og undir strákunum komið.“ „Alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur“ Þá er einmitt komið að leikmönnunum. Kári tók heils hugar undir orð Gumma um að stressið hefði verið mikið fyrir leiki á EM, gegn nokkrum af stórþjóðum fótboltans: „Þú ert alltaf örstutt frá því að vera rassskelltur, á móti þessum liðum. Það er alltaf hringsólandi í hausnum á þér, fyrir þessa leiki á móti þessum stóru þjóðum, að þú getir verið látinn líta illa út. Það gerist svo á móti Frakklandi í síðasta leiknum. Af hverju það gerist? Við vorum náttúrulega orðnir þreyttir, búnir að spila mikið á sömu mönnum og svona. Það er bara rosalega stutt á milli og þú veist að þetta getur farið illa en reynir að leiða hugann að öðru. Það er alltaf megastress að spila þessa leiki. Það skiptir í raun ekki máli á móti hverju það er og hvort það er á heima- eða útivelli, þetta er alltaf mikið stress og mikið álag. Það er rosa hjarta sem fer í þetta,“ sagði Kári. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira