Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 13:05 Ivan Zhdanov (f.m.) stýrði Sjóði gegn spillingu. Nýlega ákváðu bandamenn Navalní að leysa upp net svæðisskrifstofa um Rússlandi til þess að starfsmenn þeirra ættu ekki á hættu að vera sóttir til saka yrðu samtök Navalní lýst ólögleg. Nú er Zhdanov sjálfur eftirlýstur. Vísir/EPA Rússnesk yfirvöld lýsa nú eftir Ivan Zhdanov, nánum bandamanni Alexeis Navalní, í kjölfar þess að dómstóll úrskurðaði samtök Navalní gegn spillingu ólögleg öfgasamtök í vikunni. Zhdanov veitti sjóði Navalní foyrstu. Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Á sama tíma og dómstóll í Moskvu varð við kröfu saksóknara um að lýsa Sjóð gegn spillingu, samtök Navalní, öfgasamtök á miðvikudag samþykktu bandamenn Vladímírs Pútín forseta á rússneska þinginu frumvarp bannar félögum í öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Það er hluti af herferð stjórnar Pútín til þess að ganga milli bols og höfuðs á stjórnarandstöðunni fyrir þingkosningar í haust. Reuters-fréttastofan hefur eftir rússneska innanríkisráðuneytinu að Zhdanov hafi verið settur á alríkislista yfir eftirlýst fólk. Þingmenn samþykktu einnig nýlega að þeir sem vinna með öfgasamtökum geti átt yfir höfði sér fangelsisdóma. Hafa afhjúpað spillingu valdamanna Sjóður Navalní gegn spillingu hefur beint spjótum sínum að háttsettum embættismönnum í Rússlandi og afhjúpað spillingu þeirra. Nýlega sökuðu samtökin Pútín forseta um að vera raunverulegan eiganda íburðarmikils sveitaseturs við Svartahaf en að eignarhaldið væri dulið með spilltum krókaleiðum. Stjórn Pútín hefur hafnað þeim ásökunum. Svæðisskrifstofur samtaka Navalní hafa einnig haft frumkvæði að því að skipuleggja mótmæli gegn stjórnvöldum, sem flest eru lýst ólögleg, og tekið þátt í verkefni til að hjálpa kjósendum að finna þá frambjóðendur sem eiga mesta möguleika á að fella frambjóðendur flokks Pútín í kosningum. Navalní sjálfur situr nú í fangelsi þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir að rjúfa skilorð dóms sem hann hlaut fyrir fjárglæpi. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm ósanngjarnan og gerræðislegan. Fjöldi bandamanna Navalní hefur verið handtekinn og sætt húsleit að undanförnu. Stjórnvöld í Kreml umbera takmarkað andóf í Rússlandi og á tuttugu ára valdatíð Pútín hefur fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna týnt lífinu við grunsamlegar aðstæður.Náinn bandamaður Navalní eftirlýstur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira