Stirðlegt yfirtökuferli „gagnrýnivert“ en enginn gerður ábyrgur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. júní 2021 17:28 Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu að „áhrif á sérfræðiþekkingu hérlendis við þessar breytingar eru lítil, sem og áhrif á aðra rannsóknar- og greiningarvinnu hérlendis litlar“. Fátt nýtt kemur fram í skýrslu sem Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur unnið fyrir heilbrigðisráðuneytið um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum í leghálsi. Þó er skýrslan athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Í henni er fingri veifað að Krabbameinsfélagi Íslands varðandi þann vandræðagang sem hefur orðið við yfirfærslu verkefnisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á sama tíma og ljóst er að heilsugæslan var engan veginn í stakk búin til að taka við verkefninu þrátt fyrir rúman fyrirvara. Samkvæmt skýrslunni er biðin eftir niðurstöðum úr leghálsrannsóknum enn tveir til þrír mánuðir. Fyrsta fyrirspurnin snérist fyrst og fremst um kostnað Í skýrslunni er tímalína ákvarðanatökunnar rakin, meðal annars hvernig ráðherra tilkynnti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 12. júní 2020 að hann hefði ákveðið að breyta skipulagi, staðsetningu og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum. „Var það gert að tillögu landlæknis og skimunarráðs frá 22. febrúar 2019 og tillögu sérstakrar verkefnisstjórnar í febrúar 2020,“ segir í skýrslunni, þar sem þess er einnig getið að verkefnastjórnin hefði lagt til að frumurannsóknir vegna leghálsskimana yrðu á ábyrgð Landspítala. Þá segir frá því að 22. og 23. júlí hafi svæðisstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sent yfirlæknum meinafræðideildar og sýkla- og veirufræðideildar LSH fyrirspurn um kostnað „og getu þeirra“ til að rannsaka sýni vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini. Umræddur svæðisstjóri var Kristján Oddsson, sem nú er yfir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Eins og frægt er orðið var svar forsvarsmanna spítalans á þá leið að þeir teldu ekki ástæðu til að óska eftir að sinna rannsóknarstarfseminni en rétt er að geta þess að ólíkt því sem talað er um Haraldar-skýrslunni snérist fyrirspurn Kristjáns fyrst og fremst um kostnað; bæði við frumu- og HPV rannsóknir. Fyrirspurn Kristjáns bar yfirskriftina „Verðfyrirspurn um rannsókn á leghálsfrumusýnum“ og sú spurning var aldrei borin upp hvort Landspítalinn vildi taka rannsóknirnar að sér, heldur var beðið um kostnaðarmat og mat á því hvort fjöldi sýna yrði nægilega mikill „miðað við alþjóðleg viðmið um gæði og öryggi“. Erlendu stofurnar réðu því að HPV rannsóknirnar voru fluttar út Í skýrslu Haraldar er svo vísað til fundar forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, Óskars Reykdalssonar, með fyrrnefndum yfirlæknum Landspítalans auk Kristjáns Oddssonar í september 2020. „Í minnispunktum eftir fundinn hafði forstjóri HH skrifað hjá sér að rætt hefði verið um möguleikann á að HH taki sýni, LSH rannsaki HPV en frumusýni verði send erlendis. Síðar kom í ljós að þær rannsóknarstofur sem hafa með höndum rannsóknir á leghálssýnum óskuðu eftir því að HPV-rannsóknir og frumurannsóknir væru gerðar á sama stað,“ segir í skýrslunni. Þarna er verið að tala um erlendar rannsóknarstofur en forsvarsmenn heilsugæslunnar hafa áður gefið þau svör að ekki hafi verið mögulegt að framkvæma HPV rannsóknirnar á Landspítala, þar sem erlendu stofurnar vildu ekki taka að sér frumurannsóknirnar eingöngu. Þess ber að geta í þessu samhengi að þannig var fyrirkomulagið þó um nokkurra ára skeið, þegar frumurannsóknum var sinnt á rannsóknarstofu KÍ en HPV greiningum í Svíþjóð. Um fundinn í september segir enn fremur að forsvarsmenn Landspítala hafi lýst því yfir að vel mætti framkvæma HPV rannsóknirnar hér heim. Þeir sæktust ekki sérstaklega eftir því að taka að sér frumurannsóknirnar en myndu gera það ef til þeirra yrði leitað. Þetta var staðfest í tölvupóstsamskiptum milli Óskars og fulltrúa Landspítala í nóvember, þar sem hann óskaði eftir því að fá að vita hvort spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar. „Við erum í tímapressu að taka þessa ákvörðun og því er þetta brátt eins og ég ræddi í símanum við þig í síðustu viku,“ segir í erindi Óskars. Í skýrslunni er greint frá því að kostnaðarmat hafi leitt í ljós að rannsóknirnar væru dýrastar á Landspítala en ódýrastar á Hvidovre-sjúkrahúsinu. Ekkert er þó fjallað um verð né hvaða kostir voru til skoðunar.BD Hvað var að gerast á meðan ekkert gerðist? Athygli vekur að þrátt fyrir að farið sé yfir helstu atburði í ferlinu í skýrslu Haraldar er ekkert minnst á hvað gerist þann tíma sem ekkert ber til tíðinda, til dæmis hvers vegna engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarstaðsetningu rannsókna þegar Óskar sendir póstinn í nóvember. Þá ber að hafa í huga að svo virðist að þau samskipti, í nóvember, séu þau fyrstu þar sem heilsugæslan spyr forsvarsmenn Landspítala formlega hvort þeir geti tekið rannsóknirnar að sér. Eins og fram hefur komið voru svör Landspítala jákvæð; spítalinn gæti sannarlega tekið að sér HPV mælingarnar og frumurannsóknirnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, enda lá alltaf fyrir að hann hefði aldrei áður sinnt slíkum rannsóknum og þyrfti bæði mannafla og tækjakost. Það skýtur þannig skökku við þegar Haraldur segir í skýrslu sinni að það hafi verið vegna þessara fyrirvara Landspítala sem heilsugæslan leitaði eftir samstarfi við erlendar rannsóknarstofur. Líkt og fram kemur í skýrslunni var það ekki fyrr en 26. nóvember sem heilbrigðisráðuneytið sendir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands bréf þess efnis að „SÍ verði falið að ganga frá opinberum innkaupum á rannsóknum á leghálssýnum með það að markmiði að tryggja að ekki verði rof á veitingu þjónustunnar. Þá var SÍ falið að hafa samstarf við nýjan þjónustuveitanda (HH) um fyrirkomulag kaupa á umræddri þjónustu“. Það var svo á Þorláksmessu sem forstjóri SÍ tilkynnti ráðuneytinu að Hvidovre-sjúkrahúsið, sem forsvarsmenn heilsugæslunnar höfðu ákveðið að leita til, gæti tekið við rannsóknum leghálssýna frá 1. janúar, jafnvel þótt ekki hefði verið gengið frá samningi milli aðila. Segir svör Landspítala hafa verið óskýr Í kjölfar mikillar umræðu og gagnrýni fagfélaga heilbrigðisstarfsmanna á flutning rannsóknanna úr landi sendi ráðherra Landspítala erindi í mars síðastliðnum þar sem forsvarsmenn spítalans voru beðnir um að staðfesta vilja sinn til að taka yfir rannsóknirnar og svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að þeir gætu sinnt þeim. Því var svarað til að afstaða spítalans væri skýr og hefði ekki breyst; „Í svari við verðfyrirspurn er þess getið að Landspítali óski ekki sérstaklega eftir því að taka þjónustuna að sér, enda gerir spítalinn yfirleitt ekki tilboð í heilbrigðisþjónustu, en tekur að sér þau verkefni sem honum eru falin. Hins vegar þegar spurt er hvort spítalinn geti tekið verkefnið að sér, er því svarað játandi“. Í skýrslu sinni rekur Haraldur síðan hvernig heilbrigðisráðuneytið óskaði viðbragða heilsugæslunnar við svari Landspítala, sem svaraði með því að óska eftir umsögn landlæknisembættisins um gæðaviðmið. Svör embættisins voru á þá leið að gæði við HPV greiningar væru tryggð og að það ætti að vera gerlegt að tryggja gæði frumugreininga með vönduðu skipulagi og stuðningi erlendrar rannsóknarstofu. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að heilbrigðisráðuneytið hafi „fylgst vel með gangi mála hvað varðar greiningargetu meinafræðideildar LSH í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini“. Það verður að teljast skrýtið í ljósi þess að það er ekki fyrr en eftir að rannsóknirnar hafa verið fluttar úr landi sem alvöru samtal á sér stað við forsvarsmenn Landspítala um að þeir taki að sér rannsóknirnar og mögulegar útfærslur á því. Þá segir Haraldur: „Vandamálið var að skilaboð LSH voru lengst af ekki skýr sem gerði það að verkum að ráðist var í að semja við Hvidovre-sjúkrahúsið um rannsóknir á leghálssýnum.“ Þess er ekki getið að umleitanir Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart Landspítala voru, gögnum málsins samkvæmt, langt í frá skýrar. Fingri beint að Krabbameinsfélaginu Í skýrslunni rekur Haraldur það uppnám sem varð þegar upp komst að mistök höfðu verið gerð á rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, með þeim afleiðingum að kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein og fleiri þurftu að koma aftur í sýnatöku og gangast undir keiluskurð. Þetta er sett í samhengi við tafir á afgreiðslu leghálssýna eftir áramót en Haraldur segir að rannsóknarstofa KÍ „virðist hafa hætt störfum í byrjun desember þótt starfssamningur hafi legið fyrir til ársloka 2020, sem leiddi til þess að leghálssýni sem tekin voru undir lok ársins voru ekki rannsökuð heldur varðveitt til að unnt væri að rannsaka þau síðar“. Í skýrslunni er komið inn á mistökin sem urðu á rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins sem leiddu til þess að kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein. Hvernig nákvæmlega það tengist yfirfærslu rannsóknanna og þeirra vandamála sem hafa komið upp í tengslum við hana er þó látið liggja milli hluta.Vísir/Vilhelm Þarna er aftur áhugavert hvað ekki kemur fram; að forsvarsmenn KÍ höfðu tilkynnt heilbrigðisráðuneytinu um haustið að ef verkefnið færðist yfir til heilsugæslunnar um áramót yrðu 2.000 sýni órannsökuð en ráðuneytið svarað því til að fyrirhugaðar tímasetningar stæðu. Þá er þess hvergi getið að forsvarsmönnum heilsugæslunnar var í lófa lagt að láta HPV greina umrædd leghálssýni, sem sannarlega voru um 2.000 og biðu í kössum í Hamraborginni, á Landspítalanum í stað þess að bíða eftir niðurstöðum viðræðna við Hvidovre. Mörgu enn ósvarað Skýrsla Haraldar var unnin að beiðni 26 þingmanna og afmarkaðist af fimm spurningum. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu að gagnrýnivert sé hversu stirðlegt og langvinnt yfirtökuferli rannsóknanna var en skýrslan varpar takmörkuðu ljósi á ástæður. Hvergi ber á gagnrýni á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þótt talað sé um það í samantekt að fyrsta formlega tilboð Landspítalans til að taka að sér leghálsrannsóknirnar hafi í raun ekki komið til fyrr en í mars síðastliðnum, þegar ráðherra óskar eftir því, á sama tíma og það var á ábyrgð heilsugæslunnar að leita tilboða. Þá segir að tafir á niðurstöðum rannsókna megi að stórum hluta rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum heilsugæslunnar en ekkert fjallað um það hvers vegna sú vinna var ekki löngu komin í gang. Því er ósvarað hvers vegna ekkert alvöru samtal átti sér stað árið 2020 milli heilbrigðisráðuneytisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um það hvað þyrfti að gerast til að spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar. Þá kemur ekkert fram um það hvers vegna sú staða kemur upp í nóvember að forstjóri heilsugæslunnar sendir forsvarsmönnum Landspítala póst, að því er virðist í nokkurri örvæntingu, og óskar svara um hvort þeir geti tekið að sér hið flókna verkefni. Þingmenn óskuðu meðal annars eftir að í skýrslunni yrði fjallað um forsendur þess að ákveðið var að flytja rannsóknirnar úr landi og ganga til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þrátt fyrir lýsingu á aðstæðum og atburðum, er hinni eiginlegu spurningu látið ósvarað í skýrslunni. Þar er hvergi sagt skýrum orðum það sem liggur fyrir; að ákvörðunin um að ganga til samninga við Hvidovre var á höndum Kristjáns Oddssonar, sem jafnframt var eini maðurinn í ferlinu öllu, frá því í febrúar 2019 og til áramóta 2020/2021, sem vildi flytja verkefnið úr landi. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu að ef flytja á frumurannsóknir á Landspítala þyrfti að gera „vandaða áætlun um slíkan flutning þannig að aðilar hefðu nægan tíma til undirbúnings“. Þetta rímar við niðurstöðu landlæknis, sem sagði í minnisblaðinu 22. febrúar 2019: „Landlæknir vill taka sérstaklega undir með Skimunarráði og ítreka mikilvægi þess að í útfærslu verkefnisins verði ávallt gætt nauðsynlegs og góðs samráðs við þá aðila sem að máli koma. Afar mikilvægt er að nýta fagþekkingu þeirra sem sinnt hafa þessum verkefnum undanfarin ár. Tekist verði á við verkefnið með skipulagningu til langs tíma og það unnið í þrepum. Ekki þarf að tíunda mikilvægi þess að flutningi starfsemi fylgi nauðsynlegt fjármagn, þekking og mannauður.“ Höfundar minnisblaðsins voru Alma Möller landlæknir og Haraldur Briem, ritari skimunarráðs. Hér má finna skýrsluna í heild. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Þó er skýrslan athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Í henni er fingri veifað að Krabbameinsfélagi Íslands varðandi þann vandræðagang sem hefur orðið við yfirfærslu verkefnisins til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, á sama tíma og ljóst er að heilsugæslan var engan veginn í stakk búin til að taka við verkefninu þrátt fyrir rúman fyrirvara. Samkvæmt skýrslunni er biðin eftir niðurstöðum úr leghálsrannsóknum enn tveir til þrír mánuðir. Fyrsta fyrirspurnin snérist fyrst og fremst um kostnað Í skýrslunni er tímalína ákvarðanatökunnar rakin, meðal annars hvernig ráðherra tilkynnti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 12. júní 2020 að hann hefði ákveðið að breyta skipulagi, staðsetningu og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum. „Var það gert að tillögu landlæknis og skimunarráðs frá 22. febrúar 2019 og tillögu sérstakrar verkefnisstjórnar í febrúar 2020,“ segir í skýrslunni, þar sem þess er einnig getið að verkefnastjórnin hefði lagt til að frumurannsóknir vegna leghálsskimana yrðu á ábyrgð Landspítala. Þá segir frá því að 22. og 23. júlí hafi svæðisstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sent yfirlæknum meinafræðideildar og sýkla- og veirufræðideildar LSH fyrirspurn um kostnað „og getu þeirra“ til að rannsaka sýni vegna skimunar fyrir leghálskrabbameini. Umræddur svæðisstjóri var Kristján Oddsson, sem nú er yfir Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Eins og frægt er orðið var svar forsvarsmanna spítalans á þá leið að þeir teldu ekki ástæðu til að óska eftir að sinna rannsóknarstarfseminni en rétt er að geta þess að ólíkt því sem talað er um Haraldar-skýrslunni snérist fyrirspurn Kristjáns fyrst og fremst um kostnað; bæði við frumu- og HPV rannsóknir. Fyrirspurn Kristjáns bar yfirskriftina „Verðfyrirspurn um rannsókn á leghálsfrumusýnum“ og sú spurning var aldrei borin upp hvort Landspítalinn vildi taka rannsóknirnar að sér, heldur var beðið um kostnaðarmat og mat á því hvort fjöldi sýna yrði nægilega mikill „miðað við alþjóðleg viðmið um gæði og öryggi“. Erlendu stofurnar réðu því að HPV rannsóknirnar voru fluttar út Í skýrslu Haraldar er svo vísað til fundar forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, Óskars Reykdalssonar, með fyrrnefndum yfirlæknum Landspítalans auk Kristjáns Oddssonar í september 2020. „Í minnispunktum eftir fundinn hafði forstjóri HH skrifað hjá sér að rætt hefði verið um möguleikann á að HH taki sýni, LSH rannsaki HPV en frumusýni verði send erlendis. Síðar kom í ljós að þær rannsóknarstofur sem hafa með höndum rannsóknir á leghálssýnum óskuðu eftir því að HPV-rannsóknir og frumurannsóknir væru gerðar á sama stað,“ segir í skýrslunni. Þarna er verið að tala um erlendar rannsóknarstofur en forsvarsmenn heilsugæslunnar hafa áður gefið þau svör að ekki hafi verið mögulegt að framkvæma HPV rannsóknirnar á Landspítala, þar sem erlendu stofurnar vildu ekki taka að sér frumurannsóknirnar eingöngu. Þess ber að geta í þessu samhengi að þannig var fyrirkomulagið þó um nokkurra ára skeið, þegar frumurannsóknum var sinnt á rannsóknarstofu KÍ en HPV greiningum í Svíþjóð. Um fundinn í september segir enn fremur að forsvarsmenn Landspítala hafi lýst því yfir að vel mætti framkvæma HPV rannsóknirnar hér heim. Þeir sæktust ekki sérstaklega eftir því að taka að sér frumurannsóknirnar en myndu gera það ef til þeirra yrði leitað. Þetta var staðfest í tölvupóstsamskiptum milli Óskars og fulltrúa Landspítala í nóvember, þar sem hann óskaði eftir því að fá að vita hvort spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar. „Við erum í tímapressu að taka þessa ákvörðun og því er þetta brátt eins og ég ræddi í símanum við þig í síðustu viku,“ segir í erindi Óskars. Í skýrslunni er greint frá því að kostnaðarmat hafi leitt í ljós að rannsóknirnar væru dýrastar á Landspítala en ódýrastar á Hvidovre-sjúkrahúsinu. Ekkert er þó fjallað um verð né hvaða kostir voru til skoðunar.BD Hvað var að gerast á meðan ekkert gerðist? Athygli vekur að þrátt fyrir að farið sé yfir helstu atburði í ferlinu í skýrslu Haraldar er ekkert minnst á hvað gerist þann tíma sem ekkert ber til tíðinda, til dæmis hvers vegna engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarstaðsetningu rannsókna þegar Óskar sendir póstinn í nóvember. Þá ber að hafa í huga að svo virðist að þau samskipti, í nóvember, séu þau fyrstu þar sem heilsugæslan spyr forsvarsmenn Landspítala formlega hvort þeir geti tekið rannsóknirnar að sér. Eins og fram hefur komið voru svör Landspítala jákvæð; spítalinn gæti sannarlega tekið að sér HPV mælingarnar og frumurannsóknirnar að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, enda lá alltaf fyrir að hann hefði aldrei áður sinnt slíkum rannsóknum og þyrfti bæði mannafla og tækjakost. Það skýtur þannig skökku við þegar Haraldur segir í skýrslu sinni að það hafi verið vegna þessara fyrirvara Landspítala sem heilsugæslan leitaði eftir samstarfi við erlendar rannsóknarstofur. Líkt og fram kemur í skýrslunni var það ekki fyrr en 26. nóvember sem heilbrigðisráðuneytið sendir forstjóra Sjúkratrygginga Íslands bréf þess efnis að „SÍ verði falið að ganga frá opinberum innkaupum á rannsóknum á leghálssýnum með það að markmiði að tryggja að ekki verði rof á veitingu þjónustunnar. Þá var SÍ falið að hafa samstarf við nýjan þjónustuveitanda (HH) um fyrirkomulag kaupa á umræddri þjónustu“. Það var svo á Þorláksmessu sem forstjóri SÍ tilkynnti ráðuneytinu að Hvidovre-sjúkrahúsið, sem forsvarsmenn heilsugæslunnar höfðu ákveðið að leita til, gæti tekið við rannsóknum leghálssýna frá 1. janúar, jafnvel þótt ekki hefði verið gengið frá samningi milli aðila. Segir svör Landspítala hafa verið óskýr Í kjölfar mikillar umræðu og gagnrýni fagfélaga heilbrigðisstarfsmanna á flutning rannsóknanna úr landi sendi ráðherra Landspítala erindi í mars síðastliðnum þar sem forsvarsmenn spítalans voru beðnir um að staðfesta vilja sinn til að taka yfir rannsóknirnar og svara því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að þeir gætu sinnt þeim. Því var svarað til að afstaða spítalans væri skýr og hefði ekki breyst; „Í svari við verðfyrirspurn er þess getið að Landspítali óski ekki sérstaklega eftir því að taka þjónustuna að sér, enda gerir spítalinn yfirleitt ekki tilboð í heilbrigðisþjónustu, en tekur að sér þau verkefni sem honum eru falin. Hins vegar þegar spurt er hvort spítalinn geti tekið verkefnið að sér, er því svarað játandi“. Í skýrslu sinni rekur Haraldur síðan hvernig heilbrigðisráðuneytið óskaði viðbragða heilsugæslunnar við svari Landspítala, sem svaraði með því að óska eftir umsögn landlæknisembættisins um gæðaviðmið. Svör embættisins voru á þá leið að gæði við HPV greiningar væru tryggð og að það ætti að vera gerlegt að tryggja gæði frumugreininga með vönduðu skipulagi og stuðningi erlendrar rannsóknarstofu. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að heilbrigðisráðuneytið hafi „fylgst vel með gangi mála hvað varðar greiningargetu meinafræðideildar LSH í tengslum við skimun fyrir leghálskrabbameini“. Það verður að teljast skrýtið í ljósi þess að það er ekki fyrr en eftir að rannsóknirnar hafa verið fluttar úr landi sem alvöru samtal á sér stað við forsvarsmenn Landspítala um að þeir taki að sér rannsóknirnar og mögulegar útfærslur á því. Þá segir Haraldur: „Vandamálið var að skilaboð LSH voru lengst af ekki skýr sem gerði það að verkum að ráðist var í að semja við Hvidovre-sjúkrahúsið um rannsóknir á leghálssýnum.“ Þess er ekki getið að umleitanir Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gagnvart Landspítala voru, gögnum málsins samkvæmt, langt í frá skýrar. Fingri beint að Krabbameinsfélaginu Í skýrslunni rekur Haraldur það uppnám sem varð þegar upp komst að mistök höfðu verið gerð á rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, með þeim afleiðingum að kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein og fleiri þurftu að koma aftur í sýnatöku og gangast undir keiluskurð. Þetta er sett í samhengi við tafir á afgreiðslu leghálssýna eftir áramót en Haraldur segir að rannsóknarstofa KÍ „virðist hafa hætt störfum í byrjun desember þótt starfssamningur hafi legið fyrir til ársloka 2020, sem leiddi til þess að leghálssýni sem tekin voru undir lok ársins voru ekki rannsökuð heldur varðveitt til að unnt væri að rannsaka þau síðar“. Í skýrslunni er komið inn á mistökin sem urðu á rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins sem leiddu til þess að kona greindist með ólæknandi leghálskrabbamein. Hvernig nákvæmlega það tengist yfirfærslu rannsóknanna og þeirra vandamála sem hafa komið upp í tengslum við hana er þó látið liggja milli hluta.Vísir/Vilhelm Þarna er aftur áhugavert hvað ekki kemur fram; að forsvarsmenn KÍ höfðu tilkynnt heilbrigðisráðuneytinu um haustið að ef verkefnið færðist yfir til heilsugæslunnar um áramót yrðu 2.000 sýni órannsökuð en ráðuneytið svarað því til að fyrirhugaðar tímasetningar stæðu. Þá er þess hvergi getið að forsvarsmönnum heilsugæslunnar var í lófa lagt að láta HPV greina umrædd leghálssýni, sem sannarlega voru um 2.000 og biðu í kössum í Hamraborginni, á Landspítalanum í stað þess að bíða eftir niðurstöðum viðræðna við Hvidovre. Mörgu enn ósvarað Skýrsla Haraldar var unnin að beiðni 26 þingmanna og afmarkaðist af fimm spurningum. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu að gagnrýnivert sé hversu stirðlegt og langvinnt yfirtökuferli rannsóknanna var en skýrslan varpar takmörkuðu ljósi á ástæður. Hvergi ber á gagnrýni á Heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, jafnvel þótt talað sé um það í samantekt að fyrsta formlega tilboð Landspítalans til að taka að sér leghálsrannsóknirnar hafi í raun ekki komið til fyrr en í mars síðastliðnum, þegar ráðherra óskar eftir því, á sama tíma og það var á ábyrgð heilsugæslunnar að leita tilboða. Þá segir að tafir á niðurstöðum rannsókna megi að stórum hluta rekja til vandamála sem tengjast hugbúnaði og upplýsingakerfum heilsugæslunnar en ekkert fjallað um það hvers vegna sú vinna var ekki löngu komin í gang. Því er ósvarað hvers vegna ekkert alvöru samtal átti sér stað árið 2020 milli heilbrigðisráðuneytisins, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um það hvað þyrfti að gerast til að spítalinn gæti tekið að sér rannsóknirnar. Þá kemur ekkert fram um það hvers vegna sú staða kemur upp í nóvember að forstjóri heilsugæslunnar sendir forsvarsmönnum Landspítala póst, að því er virðist í nokkurri örvæntingu, og óskar svara um hvort þeir geti tekið að sér hið flókna verkefni. Þingmenn óskuðu meðal annars eftir að í skýrslunni yrði fjallað um forsendur þess að ákveðið var að flytja rannsóknirnar úr landi og ganga til samninga við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þrátt fyrir lýsingu á aðstæðum og atburðum, er hinni eiginlegu spurningu látið ósvarað í skýrslunni. Þar er hvergi sagt skýrum orðum það sem liggur fyrir; að ákvörðunin um að ganga til samninga við Hvidovre var á höndum Kristjáns Oddssonar, sem jafnframt var eini maðurinn í ferlinu öllu, frá því í febrúar 2019 og til áramóta 2020/2021, sem vildi flytja verkefnið úr landi. Haraldur kemst að þeirri niðurstöðu að ef flytja á frumurannsóknir á Landspítala þyrfti að gera „vandaða áætlun um slíkan flutning þannig að aðilar hefðu nægan tíma til undirbúnings“. Þetta rímar við niðurstöðu landlæknis, sem sagði í minnisblaðinu 22. febrúar 2019: „Landlæknir vill taka sérstaklega undir með Skimunarráði og ítreka mikilvægi þess að í útfærslu verkefnisins verði ávallt gætt nauðsynlegs og góðs samráðs við þá aðila sem að máli koma. Afar mikilvægt er að nýta fagþekkingu þeirra sem sinnt hafa þessum verkefnum undanfarin ár. Tekist verði á við verkefnið með skipulagningu til langs tíma og það unnið í þrepum. Ekki þarf að tíunda mikilvægi þess að flutningi starfsemi fylgi nauðsynlegt fjármagn, þekking og mannauður.“ Höfundar minnisblaðsins voru Alma Möller landlæknir og Haraldur Briem, ritari skimunarráðs. Hér má finna skýrsluna í heild.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Tengdar fréttir Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31 Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30 Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Sjá meira
Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. 30. mars 2021 12:31
Rannsóknir á leghálssýnum útboðsskyldar en engin útboðsvinna í gangi Fulltrúar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu funduðu með Ríkiskaupum í júní síðastliðnum vegna rannsókna á leghálssýnum. Á fundinum voru þeir upplýstir um að verkefnið væri útboðsskylt en það var metið á um 140 milljónir króna. 24. mars 2021 07:30
Landspítalinn var búinn að gefa jákvætt svar við að taka við leghálssýnarannsóknum Ákvörðun um að leita til erlendra aðila til að taka við rannsóknum á leghálssýnum var ekki tekinn fyrr en eftir miðjan nóvember síðastliðinn. Þá lá fyrir að Landspítalinn taldi sig geta tekið við rannsóknunum en heilbrigðisráðuneytið mat kostnaðinn of mikinn. 17. mars 2021 11:20
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent