Lagið sem þær gefa út í dag er þeirra annað lag, One More Dance og er það nú þegar komið á Spotify. Lagið gerðu þær ásamt tónlistarmanninum David44. Lagið er samið af þeim ásamt tónlistarmanninum Huginn, pródúserað af RED RIOT og gefið út af Kimochi Records.
„Lagið er ljúfsárt dans-sumarsmellur sem varð til í byrjun árs. David44 er íslenskur tónlistarmaður sem hefur verið búsettur í Kaupmannahöfn frá barnæsku og ljáir hann laginu silkimjúka rödd sína. Lagið var gert á sannkallaðan covid-hátt þar sem vegna ferðahafta hittust RED RIOT og David44 ekki við upptöku lagsins heldur sendu einungis upptökur yfir netið,“ segir í tilkynningu um lagið.
RED RIOT hafa vakið athygli tónlistarunnenda síðan þær gáfu út sitt fyrsta lag Bounce Back í febrúar. Þær vinna nú að sinni fyrstu breiðskífu sem er væntanleg í lok sumars og stefna einnig að tónleikaferð um landið til að kynna plötuna.
RED RIOT gáfu út myndband fyrr á árinu, við lagið sitt Bounce Back. Myndbandinu leikstýrði Baltasar Breki og þar voru hundar í aðalhlutverki.