Fótbolti

Eng­land frestar blaða­manna­fundi sínum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gareth Southgate og lærisveinar hans fengu leyfi frá UEFA til að fresta blaðamannafundi sem átti að fara fram nú klukkan 18.30.
Gareth Southgate og lærisveinar hans fengu leyfi frá UEFA til að fresta blaðamannafundi sem átti að fara fram nú klukkan 18.30. EPA-EFE/VASSIL DONEV

Enska landsliðið hefur aflýst blaðamannafundi sínum sem átti að hefjast klukkan 18.30. Ástæðan er sú að forráðamenn enska landsliðsins sáu sér ekki fært að tala við fjölmiðla eftir það sem kom fyrir Christian Eriksen fyrr í dag.

Eriksen, sem lék lengi vel á Englandi, hneig niður undir lok fyrri hálfleiks er Danmörk og Finnland mættust á Parken í Kaupmannahöfn. Útlitið var svart en Eriksen var kominn aftur til meðvitundar er hann var borinn af velli.

Enska landsliðið sá sér ekki fært að koma á blaðamannafund svo skömmu eftir þetta skelfilega atvik. England mætir Króatíu á morgun og venja er að lið haldi blaðamannafund deginum fyrir leikdag.

Eftir að hafa borið ákvörðun sýna undir Evrópska knattspyrnusambandið var ákveðið að sleppa blaðamannafundi dagsins.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×