„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. júní 2021 22:17 Steingrímur J. Sigfússon kveður stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili eftir þrjátíu og átta ár. Vísir/Einar Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. Steingrímur kveðjur stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili. „Ég á eftir að sakna Alþingis. Það er ekki nokkur vafi á því og allra góðu félaganna hér gegnum tíðina. Ég er hins vegar algjörlega sáttur við að þessum tímapunkti er komið. Það hlaut að gerast fyrr eða síðar og þegar ég lít til baka yfir ferilinn þá bara er ég mjög sáttur og ánægður. Þetta hefur verið færsælt í það heila tekið þó á ýmsu hafi gengið auðvitað.“ Aðspurður segist Steingrímur stoltur af mörgu. „Einhver myndi nú segja bara að hafa þraukað í rúm þrjátíu og átta ár en nei ég er bara stoltur af ýmsu. Ætli ég geti ekki tilgreint svona sem stærsta einstaka kaflann á mínum stjórnmálaferli það sé stofnun Vinstri-grænna og hvernig þeirri hreyfingu hefur vaxið ásmegin og hversu miklu hún hefur skipt í íslenskum stjórnmálum.“ Hann segist nú sjá fyrir sér að verja tíma með fjölskyldunni og ganga á fjöll. „Ég ætla ekki í eitthvert annað opinbert embætti eða að binda mig í öðru slíku starfi. Þá hefði ég alveg eins getað haldið áfram á þingi.“ Steingrímur á von á að fylgjast áfram með stjórnmálum þó hann hætti á þingi. „Ég er ekkert búinn að missa áhugann á stjórnmálum eða þjóðmálum en ég ætla að hætta þegar ég hætti og ekki vera að skipta mér af því sem ég á þá ekki lengur að gera og ekki vera þeim sem þá viðtaka til vandræða. En auðvitað er ég ekkert að fara langt. Ég er og verð áfram Vinstri -grænn og ég mun eitthvað vinna með félögunum mínum í þeirri hreyfingu en ég verð ekki fremst á sviðinu lengur.“ Vinstri græn Alþingi Tímamót Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Steingrímur kveðjur stjórnmálin að loknu þessu kjörtímabili. „Ég á eftir að sakna Alþingis. Það er ekki nokkur vafi á því og allra góðu félaganna hér gegnum tíðina. Ég er hins vegar algjörlega sáttur við að þessum tímapunkti er komið. Það hlaut að gerast fyrr eða síðar og þegar ég lít til baka yfir ferilinn þá bara er ég mjög sáttur og ánægður. Þetta hefur verið færsælt í það heila tekið þó á ýmsu hafi gengið auðvitað.“ Aðspurður segist Steingrímur stoltur af mörgu. „Einhver myndi nú segja bara að hafa þraukað í rúm þrjátíu og átta ár en nei ég er bara stoltur af ýmsu. Ætli ég geti ekki tilgreint svona sem stærsta einstaka kaflann á mínum stjórnmálaferli það sé stofnun Vinstri-grænna og hvernig þeirri hreyfingu hefur vaxið ásmegin og hversu miklu hún hefur skipt í íslenskum stjórnmálum.“ Hann segist nú sjá fyrir sér að verja tíma með fjölskyldunni og ganga á fjöll. „Ég ætla ekki í eitthvert annað opinbert embætti eða að binda mig í öðru slíku starfi. Þá hefði ég alveg eins getað haldið áfram á þingi.“ Steingrímur á von á að fylgjast áfram með stjórnmálum þó hann hætti á þingi. „Ég er ekkert búinn að missa áhugann á stjórnmálum eða þjóðmálum en ég ætla að hætta þegar ég hætti og ekki vera að skipta mér af því sem ég á þá ekki lengur að gera og ekki vera þeim sem þá viðtaka til vandræða. En auðvitað er ég ekkert að fara langt. Ég er og verð áfram Vinstri -grænn og ég mun eitthvað vinna með félögunum mínum í þeirri hreyfingu en ég verð ekki fremst á sviðinu lengur.“
Vinstri græn Alþingi Tímamót Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent