Barnalandi í Smáralind lokað eftir að barn týndist Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 09:39 Atvikið átti sér stað í Smáralind nú um helgina. Vísir/Vilhelm Barnalandi, barnagæslu sem Smárabíó rekur í Smáralind, verður tímabundið lokað eftir að barn sem var þar týndist nú um helgina. Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“ Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá þessu og vísar til yfirlýsingar frá Senu, sem á og rekur barnagæsluna. Þar kemur fram að gæslan verði lokuð á meðan málið verði tekið til skoðunar og verkferlar bættir til að koma í veg fyrir að þetta kæmi fyrir aftur. „Starfsfólk og forráðamenn Barnalands eru miður sín yfir atvikinu enda ekkert mikilvægara en öryggi barna sem þangað koma. Um leið og öryggismál hafa verið tryggð, verður Barnaland opnað að nýju. Þangað til biðjumst við velvirðingar á þessari tímabundnu lokun,“ segir í tilkynningunni. Í færslu sem faðir barnsins birti á Facebook í gær sagði hann frá því að greitt hefði verið fyrir klukkustundarlanga pössun fyrir barnið. Þegar klukkustund hafi verið liðin hafi fjölskyldan snúið aftur í Barnaland og ætlað að bjóða dóttur sinni að vera þar lengur. Þá kom í ljós að hún var farin af svæðinu og starfsmenn, sem hann segir að hafi einfaldlega „yppt öxlum“ hafi ekki vitað hvar hún væri. „Í panikki hleyp ég og konan mín um smáralind að leita af barninu okkar og starfsmenn barnagæslunar gerðu ekki handtak á meðan. Hringdum við á lögregluna sem kom mjög fljótt en leiðbeindu okkur að fara og finna öryggisverði sem starfsmenn gæslunnar höfðu ekki rænu á að gera. En á þjónustuborðinu var mér sagt að hún væri fundin í þjónustuborði Hagkaups,“ segir í færslu mannsins, sem hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða. Hann segir þá að lögreglan hafi komið og tekið af sér skýrslu og veltir því upp hvað hefði gerst ef dóttir hans hefði ekki farið í Hagkaup. „Hvað ef hún hefði hlaupið út í umferðina. Erum komin heim með hana og erum að róast þar sem við vorum í vægu taugaáfall eftir þetta. Hún ætlaði bara að finna okkur. Væri ekki ráð að fara að taka gæsluna í gegn þarna í Smáralind eða loka búllunni?“
Börn og uppeldi Lögreglumál Kópavogur Smáralind Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira