Dræm mæting í bólusetningu og fleiri hópar boðaðir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júní 2021 12:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni og hefur yfirumsjón með framgangi bólusetninga á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Tveir hópar sem ekki stóð til að bólusetja í dag hafa verið boðaðir í bólusetningu heilsugæslunnar með bóluefni Janssen í Laugardalshöll. Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Dræm mæting var hjá hópum sem boðaðir voru fyrstir í morgun og þarf að hafa hraðar hendur, því bóluefnið er fljótt að fyrnast eftir að það hefur verið blandað. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að ákveðið hafi verið að bæta konum fæddum 1989 og körlum fæddum 1991 við áður boðaða hópa, í þeirri von að hægt væri að koma bóluefninu út. „Það var svolítið dræm mæting í morgun. Fyrsta klukkutímann var mjög lítið af fólki að koma en svo rættist nú aðeins úr þessu. En svo við náum að klára skammtana í dag ætlum við að reyna að bæta þessu ofan á,“ segir Ragnheiður. Hún segist þá vona að ekki komi upp sama staða og síðastliðinn fimmtudag, þar sem löng röð myndaðist við Laugardalshöll fyrri hluta dags, en þann síðari þurfti að senda út hálfgert neyðarkall svo um 700 skammtar færu ekki til spillis. Ef litið er til annarra bóluefna við kórónuveiruna er sá galli á efni Janssen að það hefur afar stuttan endingartíma eftir að það hefur verið blandað og undirbúið til notkunar. Frá blöndun þess mega aðeins líða um þrír klukkutímar, áður en það fer að skemmast og verður ónothæft. Því segir Ragnheiður mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að mæta á þeim tíma sem það er boðað til bólusetningar. Staðan óneitanlega snúin Borið hefur á gagnrýni á fyrirkomulagið sem er við lýði þegar kemur að bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu. Stundum hafa myndast raðir við höllina en á öðrum tímum hefur heilbrigðisstarfsfólks þurft að hafa sig allt við til að koma bóluefni út áður en það skemmist. Ragnheiður segir stöðuna eilítið snúna, því erfitt sé að áætla mætingu fólks fyrir fram. „Þegar við boðum í fyrsta hóp í morgun, sem eru 450 manns, og það mæta bara 60, þá er þetta mjög erfitt.“ Því skipti miklu máli að fólk mæti á réttum tíma. „Þetta er pínu snúið og ekki alveg einfalt. Ef þetta væri mjög einfalt þá væri þetta náttúrulega ekkert mál.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira