Síðasta ár sýni ávinning af styttri opnunartíma skemmtistaða Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 14. júní 2021 20:51 Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur séð dramatíska breytingu á þeim brotum sem lögreglan sinnir venjulega um helgar. Vísir/Vilhelm Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, kallar eftir samtali við hagsmunaaðila í miðborginni um endurskoðun á opnunartíma skemmtistaða. Hann segist hafa séð dramatíska breytingu síðasta árið, á þeim brotum sem lögregla sinnir venjulega um helgar. Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni. Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira
Ásgeir var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir síðasta ár hafa gefið vísbendingu um ávinning þess að hafa opnunartíma skemmtistaða styttri. Ofbeldis- og kynferðisbrot fleiri þegar opnunartíminn er lengri „Við höfum verið með aðra menningu í þessum skemmtanakúltúr síðasta árið og áttum alveg samtal við veitingamenn þegar var búið að skerða opnunartíma, en vorum kannski ekki alveg komin með fjöldatakmarkanir, og þeir voru alveg nokkrir sem vildu meina að þeir væru nú ekki að bera neinn skarðan hlut frá borði. Fólk væri bara að byrja fyrr og væri þá ekki búið að fá sér vel heima hjá sér, þannig þeir voru kannski bara að selja þeim meira á öðrum tíma.“ Ásgeir segir jafnframt að fjöldi rannsókna sýni fram á það að eftir því sem skemmtistaðir eru opnir lengur á nóttunni, fjölgi ofbeldisbrotum. „Það sem við fengum að sjá í gegnum þennan tíma er mjög dramatísk breyting á brotum sem við alla jafna þurfum að sinna, sérstaklega um helgar.“ Lögreglan kýs frekar hávaðatilkynningar en ofbeldisbrot Hann segir síðasta ár hafa verið tilraun á því hvort þau ofbeldis- og kynferðisbrot sem lögregla sinnir vanalega niðri í miðbæ um helgar, myndu færast yfir í heimahús, en svo hafi ekki verið. Hins vegar hafi borið meira á tilkynningum um hávaða og partýstand í heimahúsum. „En það hefur enginn farið illa út úr því að sofa ekki í tvo þrjá tíma. Þannig við lögreglumenn viljum alveg skipta,“ segir Ásgeir. Ef horft er til Norðurlandanna er opnunartími skemmti- og veitingastaða með öðru sniði en þekkist í Reykjavík. Ásgeir segir að þar sé opnunartíminn breytilegur en að eftir klukkan eitt þurfi fólk yfirleitt að leita í úthverfin, vilji það halda fjörinu áfram. Hann segir lögregluna ekki vilja gefa út neina fyrirfram gefna línu í þessum málum, heldur vilji hún vera hluti af samtali milli þeirra sem sækja miðborgina, starfa þar, eiga þar rekstur og búa þar. „Kannski verður niðurstaðan bara sú að menn vilja bara halda áfram eins og var, en ég stórefa það.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ásgeir í heild sinni.
Lögreglumál Reykjavík Reykjavík síðdegis Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Hlýnandi veður Veður Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Lokun skrifstofu VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Sjá meira