Fyrirbyggjandi meðferð minnkar líkurnar á endurkomu um 42 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júní 2021 09:24 „Það er sjaldgæft að við sjáum svona skýrar niðurstöður,“ segir Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir og sérfræðingur í erfðum brjóstakrabbameina. Nordicphotos/Getty Fyrirbyggjandi meðferð með krabbameinslyfinu olaparib minnkar áhættuna á endurkomu brjóstakrabbameins um 42 prósent hjá arfberum BRCA1 og BRCA2 stökkbreytinga. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar, sem munu að öllum líkum hafa nokkur áhrif á bæði forvarnir og meðferð. Sex íslenskar konur tóku þátt í rannsókninni en það vekur helst áhyggjur að hún náði ekki til BRCA2 arfbera með hormónanæm brjóstakrabbamein. Um 70 prósent íslenskra arfbera BRCA2 sem greinast með krabbamein greinast með hormónanæmt krabbamein. Olaparib, sem er virka innihaldsefnið í ýmsum lyfjum, er svokallaður PARP hemill og nýtir sér genagalla í krabbameinsfrumum til að koma í veg fyrir að þær geti gert við sig. Hingað til hefur lyfið aðallega verið notað til að meðhöndla langt gengið krabbamein, bæði í brjóstum og eggjastokkum. OlympiA rannsóknin-gekk hins vegar út á að athuga hvort lyfið hefði fyrirbyggjandi áhrif hjá þeim sem hefðu greinst með brjóstakrabbamein á fyrri stigum og hefðu þegar gengist undir skurðaðgerð og lyfjameðferð. Þá voru aukaverkanir og áhrif lyfsins á lífsgæði einnig til rannsóknar. Góður árangur og viðráðanlegar aukaverkanir Þátttakendur OlympiA höfðu flestir greinst með BRCA1 og/eða BRCA1, hormónaónæmt krabbamein og HER2-neikvætt krabbamein. Allir þátttakendurnir voru í aukinni áhættu á að fá aftur krabbamein, annað hvort vegna þess að ekki tókst að fjarlægja allt krabbameinið með skurðaðgerð eða af því að krabbameinið var stórt og/eða í mörgum kirtlum. Niðurstöðurnar voru þær að árslöng meðferð með olaparib minnkaði líkurnar á endurkomu krabameins og/eða dauða af völdum krabbameins um 42 prósent, samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Eftir tvegja og hálfs árs eftirfylgni voru 85,9 prósent þeirra sem fengu olaparib á lífi og lausir við krabbamein, samanborið við 77,1 prósent þeirra sem fengu lyfleysu. Þá reyndust aukaverkanirnar af lyfinu ekki alvarlegar og notkun lyfsins jók ekki hættuna á öðrum krabbameinum. Þó ber að geta þess að til stendur að fylgjast með þátttakendum í samtals tíu ár og því er um bráðabirgðarniðustöður að ræða. Þrýstir á að fleiri fari í genapróf „Það er sjaldgæft að við sjáum svona skýrar niðurstöður,“ segir Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir og sérfræðingur í erfðum brjóstakrabbameina. „Það er fjöldi lyfja sem stenst ekki væntingar. Það er miklu meira um það en að við sjáum svona árangur.“ Af íslensku konunum sem tóku þátt í rannsókninni er ein látin. Síðasti sjúklingurinn var tekinn inn í rannsóknina árið 2018 og nær allir búnir að taka lyfið í ár. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir vita þátttakendurnir ekki hvort þeir fengu olaparib eða lyfleysu. Aðrir sem komu að rannsókninni á Íslandi voru Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum, og rannsóknarhjúkrunarfræðingar á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Óskar, sem hefur um árabil unnið að erfðarannsóknum tengdum brjóstakrabbameinum, segir að niðurstöður OlympiA-rannsóknarinnar muni bæði hafa þýðingu hvað varðar meðferð sjúklinga en einnig hvernig heilbrigðiskrefið nálgast greiningar. Hingað til hefur afmörkuðum hóp kvenna sem greinist með brjóstakrabbamein verið boðin erfðaráðgjöf; öllum yngri en 50 ára og konum yngri en 60 ára sem hafa greinst með svokallað þríkneikvætt brjóstakrabbamein. Með hinu nýja meðferðarúrræði gæti hins vegar farið að borga sig að bjóða fleirum, jafnvel öllum þeim sem greinast með brjóstakrabbamein, genapróf til að kanna hvort olaparib kunni að nýtast þeim til að draga úr líknunum á endurkomu krabbameinsins. Mun vonandi nýtast fleirum Til viðbótar við árangurinn af notkun olaparib er nefnilega hughreystandi hversu aukaverkanirnar eru viðráðanlegar; aðallega ógleði, þreyta, blóðleysi og uppköst. Aukaverkanirnar má tækla með ýmsum ráðum og þar sem þær virðast ekki hættulegar þarf ekki að óttast notkun lyfsins. Óskar segir vonir raunar standa til þess að olaparib muni nýtast fleirum en þeim sem rannsóknin náði til, það er einstaklingum sem hafa greinst með aðrar tegundir brjóstakrabbameina. Þar má meðal annars nefna arfbera BRCA2 sem hafa greinst með hormónanæmt krabbamein. „Í dag er vitað að þessi lyf hafa engin neikvæð áhrif á virkni andhormónlyfja og þegar sömu lyf hafa verið prófuð í öðrum rannsóknum hafa þau sýnt að minnsta kosti jafngóða virkni, jafnvel betri, en ef æxlin eru hormónaónæm. Það er því mat okkar sem tóku þátt í rannsókninni að það sé ekki rétt að binda notkun lyfsins bara við þá sem eru í þessari verulega auknu áhættu,“ segir Óskar. Hann setur þá fyrirvara við rannsóknina að hún kann að leiða í ljós að olaparib seinki aðeins endurkomu krabbameins, það er að segja að áhættan kunni að aukast aftur með tíð og tíma. Frumniðurstöðurnar séu hins vegar afar jákvæðar og líklega muni lyfið fara í almenna notkun á næsta ári, háð ákvörðunum evrópsku lyfjastofnunarinnar. Þangað til verði mögulega hægt að fá neyðarheimild til að nota það hjá einstaka sjúklingum. Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira
Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar rannsóknar, sem munu að öllum líkum hafa nokkur áhrif á bæði forvarnir og meðferð. Sex íslenskar konur tóku þátt í rannsókninni en það vekur helst áhyggjur að hún náði ekki til BRCA2 arfbera með hormónanæm brjóstakrabbamein. Um 70 prósent íslenskra arfbera BRCA2 sem greinast með krabbamein greinast með hormónanæmt krabbamein. Olaparib, sem er virka innihaldsefnið í ýmsum lyfjum, er svokallaður PARP hemill og nýtir sér genagalla í krabbameinsfrumum til að koma í veg fyrir að þær geti gert við sig. Hingað til hefur lyfið aðallega verið notað til að meðhöndla langt gengið krabbamein, bæði í brjóstum og eggjastokkum. OlympiA rannsóknin-gekk hins vegar út á að athuga hvort lyfið hefði fyrirbyggjandi áhrif hjá þeim sem hefðu greinst með brjóstakrabbamein á fyrri stigum og hefðu þegar gengist undir skurðaðgerð og lyfjameðferð. Þá voru aukaverkanir og áhrif lyfsins á lífsgæði einnig til rannsóknar. Góður árangur og viðráðanlegar aukaverkanir Þátttakendur OlympiA höfðu flestir greinst með BRCA1 og/eða BRCA1, hormónaónæmt krabbamein og HER2-neikvætt krabbamein. Allir þátttakendurnir voru í aukinni áhættu á að fá aftur krabbamein, annað hvort vegna þess að ekki tókst að fjarlægja allt krabbameinið með skurðaðgerð eða af því að krabbameinið var stórt og/eða í mörgum kirtlum. Niðurstöðurnar voru þær að árslöng meðferð með olaparib minnkaði líkurnar á endurkomu krabameins og/eða dauða af völdum krabbameins um 42 prósent, samanborið við þá sem fengu lyfleysu. Eftir tvegja og hálfs árs eftirfylgni voru 85,9 prósent þeirra sem fengu olaparib á lífi og lausir við krabbamein, samanborið við 77,1 prósent þeirra sem fengu lyfleysu. Þá reyndust aukaverkanirnar af lyfinu ekki alvarlegar og notkun lyfsins jók ekki hættuna á öðrum krabbameinum. Þó ber að geta þess að til stendur að fylgjast með þátttakendum í samtals tíu ár og því er um bráðabirgðarniðustöður að ræða. Þrýstir á að fleiri fari í genapróf „Það er sjaldgæft að við sjáum svona skýrar niðurstöður,“ segir Óskar Þór Jóhannsson krabbameinslæknir og sérfræðingur í erfðum brjóstakrabbameina. „Það er fjöldi lyfja sem stenst ekki væntingar. Það er miklu meira um það en að við sjáum svona árangur.“ Af íslensku konunum sem tóku þátt í rannsókninni er ein látin. Síðasti sjúklingurinn var tekinn inn í rannsóknina árið 2018 og nær allir búnir að taka lyfið í ár. Þar sem rannsóknin stendur enn yfir vita þátttakendurnir ekki hvort þeir fengu olaparib eða lyfleysu. Aðrir sem komu að rannsókninni á Íslandi voru Ásgerður Sverrisdóttir, sérfræðingur í krabbameinslækningum, og rannsóknarhjúkrunarfræðingar á krabbameinslækningadeild Landspítalans. Óskar, sem hefur um árabil unnið að erfðarannsóknum tengdum brjóstakrabbameinum, segir að niðurstöður OlympiA-rannsóknarinnar muni bæði hafa þýðingu hvað varðar meðferð sjúklinga en einnig hvernig heilbrigðiskrefið nálgast greiningar. Hingað til hefur afmörkuðum hóp kvenna sem greinist með brjóstakrabbamein verið boðin erfðaráðgjöf; öllum yngri en 50 ára og konum yngri en 60 ára sem hafa greinst með svokallað þríkneikvætt brjóstakrabbamein. Með hinu nýja meðferðarúrræði gæti hins vegar farið að borga sig að bjóða fleirum, jafnvel öllum þeim sem greinast með brjóstakrabbamein, genapróf til að kanna hvort olaparib kunni að nýtast þeim til að draga úr líknunum á endurkomu krabbameinsins. Mun vonandi nýtast fleirum Til viðbótar við árangurinn af notkun olaparib er nefnilega hughreystandi hversu aukaverkanirnar eru viðráðanlegar; aðallega ógleði, þreyta, blóðleysi og uppköst. Aukaverkanirnar má tækla með ýmsum ráðum og þar sem þær virðast ekki hættulegar þarf ekki að óttast notkun lyfsins. Óskar segir vonir raunar standa til þess að olaparib muni nýtast fleirum en þeim sem rannsóknin náði til, það er einstaklingum sem hafa greinst með aðrar tegundir brjóstakrabbameina. Þar má meðal annars nefna arfbera BRCA2 sem hafa greinst með hormónanæmt krabbamein. „Í dag er vitað að þessi lyf hafa engin neikvæð áhrif á virkni andhormónlyfja og þegar sömu lyf hafa verið prófuð í öðrum rannsóknum hafa þau sýnt að minnsta kosti jafngóða virkni, jafnvel betri, en ef æxlin eru hormónaónæm. Það er því mat okkar sem tóku þátt í rannsókninni að það sé ekki rétt að binda notkun lyfsins bara við þá sem eru í þessari verulega auknu áhættu,“ segir Óskar. Hann setur þá fyrirvara við rannsóknina að hún kann að leiða í ljós að olaparib seinki aðeins endurkomu krabbameins, það er að segja að áhættan kunni að aukast aftur með tíð og tíma. Frumniðurstöðurnar séu hins vegar afar jákvæðar og líklega muni lyfið fara í almenna notkun á næsta ári, háð ákvörðunum evrópsku lyfjastofnunarinnar. Þangað til verði mögulega hægt að fá neyðarheimild til að nota það hjá einstaka sjúklingum.
Heilbrigðismál Lyf Landspítalinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Sjá meira