Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. júní 2021 15:25 Magnús Norðdahl lögmaður fagnar ákvörðun kærunefndar útlendingamála. Vísir Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður mannsins, segir það mikið fagnaðarefni að kærunefnd hafi komist að þessari niðurstöðu. Maðurinn sem um ræðir lagði fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí á síðasta ári. „Við höfum haldið því fram allt frá því að Útlendingastofnun byrjaði á því að fella niður þjónustu og svipta fólk húsnæði og fæði og senda út á götuna að það væri ólögmætt. Að Útlendingastofnun væri ekki stætt á þessu á grundvelli þeirra laga og reglugerða sem til staðar eru í dag. Útlendingastofnun hins vegar hélt við sitt og sendi fólk út á götun, svipti það húsnæði og fæði án þess að taka tillit til okkar sjónarmiða,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Lögreglan taldi manninn ekki hafa farið að fyrirmælum Í október ákvað Útlendingastofnun að taka umsókn mannsins ekki til efnislegrar meðferðar og vísa honum frá landinu. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þá ákvörðun í janúar á þessu ári. Í maí síðastliðnum barst manninum bréf frá Útlendingastofnun þar sem honum var tilkynnt um hugsanlega skerðingu eða brotfall á þjónustu til hans. Fjórum dögum síðar var honum vísað úr húsnæði stofnunarinnar, en ekki liggur fyrir hvort honum hafi tilkynnt um það skriflega. „Ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta hælisleitendur fæði og húsnæði með þeim hætti sem gert var, var felld úr gildi. Því ber að sjálfsögðu að fagna,“ segir Magnús. Samkvæmt úrskurði nefndarinnar, sem fréttastofa hefur undir höndum, taldi lögregla að maðurinn hefði ekki farið að fyrirmælum stjórnvalda í tengslum við framkvæmd á flutningi hans úr landi, og er þar átt við að maðurinn neitaði að gangast undir PCR-próf við kórónuveirunni. Segir úrskurðinn fordæmisgefandi Manninum var veittur frestur til 17. maí til þess að ákveða hvort hann hygðist „sýna samstarfsvilja og fara að fyrirmælum stjórnvalda og lögreglu svo flutningur gæti farið fram.“ Ef hann gerði það ekki myndi þjónusta við hann falla niður. Þá kom fram í tilkynningu til hans að ef hann kysi að fara að fyrirmælum stjórnvalda gæti hann snúið aftur í þá þjónustu Útlendingastofnunar sem honum hafði boðist, þar til hann yrði sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála taldi ekki skýrt samkvæmt ákvæðum laga um útlendinga og reglugerðar um útlendinga, né af framkvæmd Útlendingastofnunar, hvenær og við hvaða skilyrði þjónusta við umsækjendur fellur niður. Magnús segist nú vera að vinna í því að hafa samband við alla umbjóðendur sína sem eru í sömu stöðu. Þó úrskurðurinn varði aðeins einn mann sé hann fordæmisgefandi. „Við erum núna að vinna í því að hafa samband við umbjóðendur okkar. Þetta auðvitað varðar einn tiltekinn aðila en þetta er fordæmisgefandi fyrir alla þá aðila sem í þessari stöðu eru, þó að þessi tiltekni úrskurður varði aðeins einn aðila.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01 Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Útlendingastofnun geti vel hætt að senda fólk til Grikklands Rauði krossinn furðar sig á málflutningi Útlendingastofnunar og túlkun hennar á regluverki í kring um hælisumsóknir á Íslandi. Lögfræðingur hjálparsamtakanna og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd segir það ekki rétt sem kom fram í máli Útlendingastofnunar í viðtali Vísis sem birtist í morgun. 27. maí 2021 16:01
Kærir Útlendingastofnun fyrir að svipta Palestínumann mat og húsnæði Lögmaður palestínsks flóttamanns hefur kært ákvörðun Útlendingarstofnunar um að svipta hann húsnæði og fæði til kærunefndar útlendingamála. Lögmaðurinn segir framferði stofnunarinnar með öllu ólögmætt. 20. maí 2021 17:33