Fimm sem stálu fyrirsögnunum í fyrstu umferð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2021 07:01 Patrik Schick skoraði bæði mörk Tékka í 2-0 sigri á Skotum. Það síðara var einkar glæsilegt. EPA-EFE/Petr Josek Nú þegar fyrstu umferð Evrópumótsins í knattspyrnu er lokið er vert að skoða hvaða fimm leikmann hafa komið mest á óvart og í raun stolið fyrirsögnunum á mótinu til þessa. 5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira
5. Cristiano Ronaldo Það er svo sem ekkert nýtt að Ronaldo skori mörk eða þá að ríkjandi Evrópumeistarar vinni leiki. Það sem er nýtt er sú staðreynd að Ronaldo er í dag markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM eftir tvennu sína í 3-0 sigri Portúgals á Ungverjum í gær. 4. Marko Arnautovic Marko Arnautovic er ekki eins og fólk er flest. Hann skoraði þriðja mark Austurríkis í 3-1 sigri liðsins á Norður-Makedóníu og virkaði mjög reiður er hann fagnaði markinu. David Alaba, fyrirliði liðsins, var fljótur að mæta og rífa í Arnautovic sem var við það að gera eitthvað sem myndi sjá eftir. Fagnaðarlæti Arnautovic eru nú til skoðunar hjá forráðamönnum EM til að sjá hvort leikmaðurinn hafi látið orð falla sem túlka má sem kynþáttaníð. Hver veit nema Alaba hafi bjargað honum frá löngu banni. 3. Denzel Dumfries Hægri vængbakvörður Hollendinga reyndist hetjan í 3-2 sigri þeirra á Úkraínu. Dumfries skoraði sigurmarkið þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Dumfries komst reglulega í góðar stöður í leiknum en tókst ekki að nýta þær fyrr en undir lok leiks. Leikurinn var stórskemmtilegur og mögulega sá opnasti hingað til á mótinu. Það sem vakti einnig athygli var að þó þetta væri fyrsta landsliðsmark Dumfries fyrir Holland þá var þetta ekki hans fyrsta landsliðsmark. 2. Kalvin Phillips Miðjumaður Leeds United var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englands í fjarveru Jordan Henderson er England vann 1-0 sigur á Króatíu á Wembley. Miðað við frammistöðu Phillips er ljóst að Henderson mun eiga erfitt með að vinna sæti sitt til baka á meðan mótinu stendur. Phillips var allt í öllu þegar kom að bæði varnar- og sóknarleik Englendinga. Ásamt því að tengja saman vörn og miðju enska liðsins þá gerði Phillips sér lítið fyrir og lagði upp eina mark leiksins með góðri sendingu á Raheem Sterling. Bossed it. @Kalvinphillips pic.twitter.com/H7Jhi7gqjV— England (@England) June 13, 2021 1. Patrik Schick Kemur einver annar til greina en maðurinn sem skoraði bæði mörk Tékklands í 2-0 sigri á Skotlandi og mark mótsins til þessa? Síðara mark Schik fer í sögubækurnar en aldrei hefur mark verið skorað á EM af jafn löngu færi. Þá er erfitt að sjá fyrir sér að flottara mark verði skorað á EM í sumar. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum Sjá meira