Antonio Rüdiger var þá með Paul Pogba í fanginu og leit út sem þýski varnarmaðurinn hafi einfaldlega nartað í öxlina á Pogba, miðjumanni Frakklands, sem lét dómara leiksins vita hvað sér fannst um málið.
Hér að neðan má sjá atvikið.
Í hálfleik ræddu þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry Finnbogason og Ólafur Kristjánsson atvikið í EM stofunni. Umræðu þeirra félaga um þetta undarlega atvik má sjá hér að neðan.
Þegar þetta er skrifað er síðari hálfleikur nýfarinn af stað og heimsmeistarar Frakklands eru 1-0 yfir.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.