„Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. júní 2021 22:40 Sjálfstæðiskonur eru ekki sáttar með nýjasta útspil Haralds. vísir/samsett Yfirlýsingar Haralds Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í dag hafa vægast sagt farið öfugt ofan í margar samflokkskonur hans. Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Haraldur sagðist ekki mundu þiggja annað sæti á lista flokksins tapi hann oddvitaslagnum við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi um næstu helgi. Haraldur er oddviti flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins og sitjandi ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Margar þekktar Sjálfstæðiskonur hafa tjáð sig um yfirlýsingar Haralds á samfélagsmiðlum í dag og segja þær helst vera „frekju og fýlustjórnun“, „aula-múv“ eða hótanir við samflokksmenn og kjósendur. Sama útspil og árið 2013 Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, var einna fyrst Sjálfstæðiskvenna til að tjá sig um þessar vendingar í prófkjöri kjördæmis síns. Hún rifjaði það upp að Haraldur hefði áður beitt sömu taktík. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu árið 2013 sóttust bæði hann og Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, þáverandi sveitarstjóri á Tálknafirði og varaþingmaður, eftir öðru sæti á lista flokksins. Þá lýsti Haraldur því yfir á kjördæmisþingi að annaðhvort tæki hann annað sætið eða ekki þátt í framboðinu. Rósa segist þá hafa hugsað með sér að fólk yrði að ráða því sjálft á hvaða forsendum það hellti sér út í pólitíkina þó henni hafi þótt þetta ómerkilegt af Haraldi. Yfirlýsingar hans í dag vekja þó upp spurningu hjá henni: „Getur Haraldur Benediktsson ekki keppt við konu án hótana?“ Borgarfulltrúar og bæjarstjórar taka undir Og þetta virðast þær Sjálfstæðiskonur sem tjá sig um málið í dag helst telja að sé vandamálið – það að Haraldur sé hræddur um að tapa fyrir konu: „Ég get ekki orða bundist. Hvílík og önnur eins frekja og fýlustjórnun gagnvart kjördæminu. Haraldur gefur kost á sér gegn varaformanni og ráðherra sem vill svo til að er kona. Honum finnst það slík höfnun ef kjördæmið velur hana í fyrsta sæti umfram hann að hann hótar að hætta fari svo,“ skrifar Nanna Kristín Tryggvadóttir. Hún er formaður efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og var kosningastjóri Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í prófkjöri hennar í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Viðbrögð við færslu Nönnu standa ekki á sér því þekktar Sjálfstæðiskonur smella læki við færsluna til að taka undir með henni, eða að minnsta kosti lýsa yfir ánægju með að hún tjái sig um málið. Þar má til dæmis nefna Völu Pálsdóttur, formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna, Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar, borgarfulltrúana Katrínu Atladóttur og Hildi Björnsdóttur og Guðbjörgu Oddnýju Jónasdóttur, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir Harald einnig og lýsir yfir stuðningi sínum við Þórdísi Kolbrúnu: „Hversu mikið aula-múv er þetta? Hver vill svona manneskju í oddvitasæti? Áfram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadottir, ekki láta neina fýlustjórnun hafa áhrif á neitt.“ Sigþrúður Ármann, sem hafnaði í sjötta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, er ósátt við Harald og segir „svona hótun“ honum ekki til sóma. „Mikið vildi ég óska þess að Haraldur tæki heildarhagsmuni Sjálfstæðisflokksins framyfir eigin hag,“ skrifar hún. Haraldur klóri í bakkann Þá greinir Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi flokksins í Garðabæ til ellefu ára, útspil Haralds á Facebook hjá sér: „Haraldur hefur sennilega lesið stöðuna þannig að hann myndi ekki ná fyrsta sætinu. Það ætti ekki að koma á óvart þar sem maðurinn gefur kost á sér gegn öflugum varaformanni og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hún. „Þá gerir hann það eina sem hann kann, og eitthvað sem hefur virkað fyrir hann áður, hann hótar samflokksmönnum sínum og kjósendum nokkrum dögum fyrir kjördag! Ekki treysta, bara hóta. Eru tímar stjórnmálamanna sem beita slíkum aðferðum og gefa kjósendum sínum afarkosti ekki bara búnir? Nútíðin, framtíðin og vandaðri vinnubrögð voru nefnilega að hringja!“ Leikkonan Edda Björgvinsdóttir vill þá að konur taki höndum saman til að passa almennt upp á „kjarkmiklu konurnar sem nenna að taka til í stjórnmálaflokkunum“. Hún lýsir þar yfir stuðningi við Þórdísi Kolbrúnu. Sérstök staða Staðan sem er uppi hjá Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu er nokkuð sérstök. Haraldur er oddviti kjördæmisins eins og er, sat í fyrsta sæti á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar en Þórdís Kolbrún í öðru sætinu. Þau eru einu þingmenn flokksins í kjördæminu. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins var mynduð var Þórdísi Kolbrúnu hins vegar boðið ráðherrasæti, sem ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, en ekki Haraldi. Hún varð síðan varaformaður flokksins í mars 2018.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira