Við frekari skoðun á farangri mannsins fundust fíkniefni falin í ferðatösku, eitt kíló af meintu kókaíni. Lögreglan handtók viðkomandi sem var svo úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið.
Rannsókn málsins er á frumstigi að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.