Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn einhverfum manni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2021 16:38 Maðurinn var dæmdur í átta mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið að hluta. Vísir/Vilhelm Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hafði í tvö skipti mök við þolandann, annars vegar haustið 2018 og hins vegar í mars 2019. Í bæði skiptin er hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn en í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hafi beðið hann um að hætta. Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþoli til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Manninum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi brotaþoli við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Í fyrra tilvikinu hefði ákærði haft samfarir við brotaþola í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefi brotaþoli farið til Reykjavíkur og heimsótt ákærða. Þar hefði ákærði haft samfarir við hann um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþoli bað hann um að hætta. Eftir atvikið hafi ákærði verið með hníf inni í stofu sem hefði vakið upp ótta hjá brotaþola. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Ákærði var handtekinn samdægurs og húsleit gerð heima hjá honum. Hann kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi að hafa átt við hann mök þennan dag en það hafi verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþoli var á staðnum og hafi ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá hefði hann ekki áttað sig á því að brotaþoli væri þroskaskertur eins og fram kemur í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Maðurinn hafði í tvö skipti mök við þolandann, annars vegar haustið 2018 og hins vegar í mars 2019. Í bæði skiptin er hinum ákærða gert það að sök að hafa haft endaþarmsmök við manninn en í síðara skiptið haldið áfram þrátt fyrir að brotaþolinn hafi beðið hann um að hætta. Þann 7. mars 2019 leitaði brotaþoli til lögreglu og tilkynnti að maðurinn hefði nauðgað honum. Manninum var þá vísað á neyðarmóttöku til skoðunar. Þar ræddi brotaþoli við lögreglu og lýsti því að hann hafi kynnst ákærða á netspjalli og þeir hist tvisvar. Í fyrra tilvikinu hefði ákærði haft samfarir við brotaþola í endaþarm þar sem þeir voru staddir í bifreið. Í síðara skiptið, sem hefði verið þennan sama dag 7. mars, hefi brotaþoli farið til Reykjavíkur og heimsótt ákærða. Þar hefði ákærði haft samfarir við hann um endaþarm, og haldið áfram eftir að brotaþoli bað hann um að hætta. Eftir atvikið hafi ákærði verið með hníf inni í stofu sem hefði vakið upp ótta hjá brotaþola. Greindi hann jafnframt frá því að maðurinn hafi ítrekað þrýst á hann að koma í heimsókn. Ákærði var handtekinn samdægurs og húsleit gerð heima hjá honum. Hann kvaðst þekkja brotaþola og viðurkenndi að hafa átt við hann mök þennan dag en það hafi verið með samþykki þeirra beggja. Þá kvaðst hann hafa verið að brýna hníf í stofunni þegar brotaþoli var á staðnum og hafi ekki gert það til að vekja hjá honum ótta. Þá hefði hann ekki áttað sig á því að brotaþoli væri þroskaskertur eins og fram kemur í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira