Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. júní 2021 17:27 Magnús Norðdahl er lögmaður fólks úr hópi þeirra sem Útlendingastofnun neitaði um þjónustu með ólögmætum hætti. Vísir/Sigurjón Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25