„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. júní 2021 11:31 Katrín flutti ávarp á Austurvelli í dag. vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. „Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna. 17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Hvenær skiptir það mann máli að vera einhverrar þjóðar? Erum við ekki líka Reykvíkingar, Vestfirðingar, Mýrdælingar? KR-ingar, Þórsarar, Skagamenn? Karlar, konur, kynsegin? Þingmenn, verkafólk, kennarar, hjúkrunarfræðingar? Hvenær erum við Íslendingar?“ spurði Katrín sig. „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið. Fólk sem allt í einu varð einangrað frá umheiminum, fann nú áþreifanlega fyrir því að allt sem hver og einn gerði skipti okkur öll máli. Allt í einu vorum við , sem búum í þessu samfélagi, tengd áþreifanlegum böndum í einum vefnaði, ofin saman í samfélaginu okkar. Og um leið reyndist þessi vefnaður slitsterkur – því við sáum hvernig sérhver þráður skiptir máli fyrir okkar daglega líf.“ Katrín sagði það gjarnan freistandi að dvelja aðeins í eigin tilveru og leggja mat á heiminn út frá manns eigin forsendum. „En þegar á reynir, þegar eitthvað kemur upp á, þá viljum við finna að við búum í samfélagi þar sem við stöndum saman. Þannig samfélag viljum við,“ sagði hún. Íslenski draumurinn Hún boðaði þá bjartari tíma eftir erfiða mánuði í heimsfaraldrinum. Þeir yrðu þó ekki síður krefjandi: „Tímar sem krefjast þess að við svörum skýrt spurningunum um hvernig samfélag við viljum móta í framtíðinni og hvað við viljum gera til að svo megi verða. Hvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri?“ spurði hún þjóðina og lagði síðan fram sína sýn: „Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika og skapað sér tækifæri. Land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.“ Biðlar til atvinnulífsins að takast á við loftslagsvána Hún sagði þá að þjóðin yrði að nýta sér reynsluna eftir faraldurinn til að takast á við stórar áskoranir á næstunni og nefndi þar loftslagsvána. Hana þyrfti að takast á við saman og á grundvelli rannsókna sérfræðinga. „Íslenskt atvinnulíf sýndi frumkvæði og hugvit í faraldrinum og þarf að beita sér með sama hætti fyrir grænum lausnum sem hjálpa okkur í stærsta verkefninu; að skila jörðinni heilli til komandi kynslóða.“ Skylda gagnvart þeim sem á undan gengu Hún sagði þjóðhátíðardaginn minna okkur á að við stöndum á herðum þeirra kynslóða sem á undan okkur fóru og „höfðu trú á íslensku samfélagi“. „Á okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel,“ sagði hún og lauk ávarpinu með hamingjuóskum til allra landsmanna.
17. júní Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira