Búa sig undir viðræður og átök við Bandaríkin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. júní 2021 08:23 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir að ríkið verði að búa sig undir að eiga bæði samtal og í átökum við Bandaríkin á næstunni. Hann lagði þó sérstaka áherslu á möguleg átök. Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem Kim tjáir sig opinberlega um stjórn Joe Biden frá því að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta fyrr á árinu. Norður-Kórea hefur áður hunsað allar tilraunir nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að eiga í samskiptum. Kim ávarpaði leiðtoga verkalýðsflokksins á miðstjórnarfundi hans í höfuðborginni Pyongyang. Þar sagði hann að Norður-Kórea yrði að „undirbúa sig sérstaklega undir átök til að verja heiður ríkisins og áherslur þess á áframhaldandi framþróun á eigin forsendum“. Mikilvægt væri að tryggja frið og öryggi í landinu. Hann sagði að ríkið myndi bregðast hratt og örugglega við öllum aðstæðum sem kynnu að koma upp og einbeita sér að því að ná tökum á ástandinu á Kóreuskaganum. Fyrr í vikunni viðurkenndi leiðtoginn það opinberlega að matarskortur væri yfirvofandi í landinu. Samband Kim og Biden hefur verið stirt hingað til en Biden kallaði Kim til dæmis óþokka í aðdraganda kosninganna í Bandaríkjunum í fyrra. Þá sýndi Norður-Kórea styrk sinn með gríðarstórri hersýningu örfáum dögum fyrir innsetningu Biden í embætti. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins. Biden kallaði Norður-Kóreu síðan „alvarlega ógn“ við alheimsöryggi, í apríl síðastliðnum sem vakti hörð viðbrögð frá ríkinu, sem sagði yfirlýsingar Biden gerðar til að viðhalda fjandsamlegri stefnu Bandaríkjamanna gagnvart Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50 Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og ríkisstjórn hans tóninn í morgun. Hún sagði Biden að forðast það að valda usla, ef hann vildi sofa vel næstu fjögur árin. 16. mars 2021 10:50
Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs. 18. mars 2021 13:40