„Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 11:00 Alexander Isak var nálægt því að tryggja Svíum óvæntan sigur á Spáni í fyrstu umferð. EPA-EFE/Jose Manuel Vida Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt. Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira
Þeir eru sænskir en foreldrar þeirra eru innflytjendur, þrátt fyrir að vera mjög hávaxnir eru þeir mjög lunknir með boltann og svo eru þeir einfaldlega rosalega góðir í fótbolta. Isak er aðeins 21 árs, fæddur í Solna í Svíþjóð en foreldrar hans eru frá Eritríu. AIK sá fljótt hvað í honum bjó og spilaði hann með yngri liðum liðsins þangað til hann var 16 ára gamall, þá fékk hann tækifæri í aðalliðinu. Sóknarmaðurinn var því aðeins 16 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki og til að auka pressuna þá skoraði hann að sjálfsögðu. Þar með varð hann yngsti markaskorari í sögu félagsins. Hann setti sama met með sænska landsliðinu þegar hann skoraði í 6-0 sigri á Slóvakíu - mótherjum Svíþjóðar á EM í dag - þann 12. janúar 2017. Alls spilaði Alexander Isak 24 leiki fyrir AIK og skoraði 10 mörk. Leikirnir urðu ekki fleiri því skömmu eftir að hann skoraði fyrir sænska landsliðið var hann keyptur til Borussia Dortmund fyrir tæplega níu milljónir evra. Michy Batshuayi og Alexander Isak fagna sigri í Evrópudeildinni er þeir voru báðir á mála hjá Dortmund. Hvorugur er þar í dag.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Aldrei hefur sænskt lið selt leikmann fyrir jafn háa upphæð. Isak náði hins vegar aldrei að sýna sínar bestu hliðar í Þýskalandi. Hann spilaði mest fyrir varalið félagsins og var á endanum lánaður til Willem II í Hollandi. Þar gekk allt upp og framherjinn gat ekki hætt að skora. Hann skoraði í fyrstu 12 leikjunum sínum og endaði með 13 mörk í 16 leikjum fyrir félagið. Dortmund hafði hins vegar ekki lengur not fyrir hann og seldi hann til Real Sociedad sumarið 2019. Isak var því ekki orðinn tvítugur og var að fara spila fyrir fjórða félagið á ferlinum, í fjórða landinu. Þó það hafi gengið upp og ofan hjá Sociedad þá hefur Isak sýnt snilligáfu sína hér og þar. Hann hjálpaði Sociedad að vinna spænska Konungsbikarinn á síðustu leiktíð og þá skoraði hann þrennu í 4-0 sigri á Deportivo Alavés í febrúar á þessu ári. Chelsea 'to rival' Arsenal for Sweden star Alexander Isakhttps://t.co/RJmGrlVrLj pic.twitter.com/O6bwQJXj3u— Mirror Football (@MirrorFootball) June 18, 2021 Svo vel hefur gengið með Sociedad undanfarið að nú er Isak orðaður við enn eitt landið, England. Talið er að bæði Chelsea og Arsenal íhugi nú tilboð í kappann. Eflaust hefur Isak verið spenntur að vera á leiðinni á Evrópumótið með Zlatan sjálfur en sá síðarnefndi meiddist skömmu fyrir mót og er því ekki með sænska landsliðinu. Það kom ekki að sök í fyrsta leik gegn Spáni en Isak var mjög nálægt því að stela fyrirsögnunum. Alexander Isak shows his class before hitting post #EURO2020 pic.twitter.com/6X5ZR1Hfjt— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 14, 2021 Leiknum lauk með 0-0 jafntefli en á öðrum degi hefði Svíþjóð unnið þökk sé snilligáfu framherjans unga. Hann átti skot sem Spánverjar björguðu á línu – og fór þaðan í stöngina og í hendurnar á Unai Simon markverði. Þá prjónaði hann sig í gegnum fjóra varnarmenn Spánar og gaf boltann á Marcus Berg sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir markið þegar það var auðveldara að renna boltanum í netið. Reikna má með að Isak haldi sæti sínu í byrjunarliði Svía en þeir mæta Slóvakíu á St. Pétursburg-vellinum í Rússlandi klukkan 13.00 í dag. Allt í beinni á Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Svíþjóð Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Sjá meira