Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Snorri Másson skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá fyrirhuguðum áætlunum yfirvalda vegna hraunflæðis sem stefnir að Suðurstrandavegi. Yfirvöld hafa valið að leyfa hrauninu að flæða yfir Suðurstrandaveg en ætla að reyna að verja Grindavíkurbæ, Grindavíkurveg og Reykjanesbraut.

Við ræðum einnig við yfirlækni á sóttvarnasviði landlæknisembættisins um erlendu ferðamennina sem greindust með indverska afbrigðið hér á landi. Ferðamennirnir eru miður sín og dvelja nú í farsóttarhúsi. Þá verður sjónunum einnig beint að komandi helgi, en það stefnir í mikil veisluhöld vegna útskrifta.

Við fjöllum einnig um fyrirhugðu áform um byggingu nýs húss í stað þess sem brann á Bræðraborgarstíg í fyrra. Vinkonur á besta aldri ætla að búa í húsinu og njóta félagsskaps hvorrar annarrar í ellinni. Húsið verðu eingöngu ætlað konum.

Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×