Neymar fer ekki til Tókýó - Dani Alves getur bætt 43. titlinum í safnið Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:31 Alves verður fyrirliði þeirra brasilísku á Ólympíuleikunum í Tókýó. Getty Images/Michael Reaves Brasilíski landsliðshópurinn í fóbolta fyrir komandi Ólympíuleika var tilkynntur í dag. 18 leikmenn manna hópinn, þar af þrír sem eru eldri en 23 ára. Enginn þeirra leikmanna sem er í landsliðshópi Brasilíu sem tekur nú þátt í Suður-Ameríkukeppninni, Copa América, fer með til Japan í ágúst. Neymar, Roberto Firmino, Casemiro og fleiri góðir láta því yfirstandandi keppni í Brasilíu sér duga. Þeir þrír sem eru yfir 23 ára aldri í hópi þeirra brasilísku eru Santos, markvörður Atlético Paranense, Diego Carlos, miðvörður Sevilla, og goðsögnin Daniel Alves, sem leikur með São Paulo. Alves er 38 ára gamall og er sigursælasti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur unnið 38 titla með félagsliðum, þar af 24 með Barcelona á Spáni, og fjóra með brasilíska landsliðinu; Copa América 2007 og 2019 og Álfukeppnina 2009 og 2013. Alves sækist eftir 43. titlinum seinna í sumar þar sem hann mun leiða brasilíska liðið sem fyrirliði á mótinu. Þónokkrir leikmenn í Evrópuboltanum má finna í brasilíska hópnum fyrir mótið. Þar má nefna Gabriel Magalhães (Arsenal), Douglas Luiz (Aston Villa), Bruno Guimarães (Lyon), Antony (Ajax), Malcom (Zenit), Matheus Cunha (Hertha Berlín), og Paulinho (Bayer Leverkusen). Stærsta nafnið sem hvorki er í hópnum í Suður-Ameríkukeppninni né á meðal Ólympíufara er eflaust Phillippe Coutinho, leikmaður Barcelona, sem hefur verið á snarpri niðurleið eftir brottför sína frá Liverpool á Englandi árið 2018. Þá var ekki heldur pláss fyrir hinn tvítuga Rodrygo, leikmann Real Madrid, í Ólympíuhópnum en liðsfélagi hans Vinicíus Júnior er með landsliðinu á Copa América. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira
Enginn þeirra leikmanna sem er í landsliðshópi Brasilíu sem tekur nú þátt í Suður-Ameríkukeppninni, Copa América, fer með til Japan í ágúst. Neymar, Roberto Firmino, Casemiro og fleiri góðir láta því yfirstandandi keppni í Brasilíu sér duga. Þeir þrír sem eru yfir 23 ára aldri í hópi þeirra brasilísku eru Santos, markvörður Atlético Paranense, Diego Carlos, miðvörður Sevilla, og goðsögnin Daniel Alves, sem leikur með São Paulo. Alves er 38 ára gamall og er sigursælasti fótboltamaður sögunnar. Hann hefur unnið 38 titla með félagsliðum, þar af 24 með Barcelona á Spáni, og fjóra með brasilíska landsliðinu; Copa América 2007 og 2019 og Álfukeppnina 2009 og 2013. Alves sækist eftir 43. titlinum seinna í sumar þar sem hann mun leiða brasilíska liðið sem fyrirliði á mótinu. Þónokkrir leikmenn í Evrópuboltanum má finna í brasilíska hópnum fyrir mótið. Þar má nefna Gabriel Magalhães (Arsenal), Douglas Luiz (Aston Villa), Bruno Guimarães (Lyon), Antony (Ajax), Malcom (Zenit), Matheus Cunha (Hertha Berlín), og Paulinho (Bayer Leverkusen). Stærsta nafnið sem hvorki er í hópnum í Suður-Ameríkukeppninni né á meðal Ólympíufara er eflaust Phillippe Coutinho, leikmaður Barcelona, sem hefur verið á snarpri niðurleið eftir brottför sína frá Liverpool á Englandi árið 2018. Þá var ekki heldur pláss fyrir hinn tvítuga Rodrygo, leikmann Real Madrid, í Ólympíuhópnum en liðsfélagi hans Vinicíus Júnior er með landsliðinu á Copa América.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Fleiri fréttir Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Sjá meira