Innlent

Sprengi­sandur: MeT­oo, upp­sagnir á Akur­eyri og hræðsla við Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun byrja á því að ræða við Hildi Fjólu Antonsdóttur, doktor í réttarfélagsfræði, til að ræða MeToo og rannsóknir sínar á stöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum.

Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ræða ákvörðun Heilsuverndar að segja upp fólki á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Til umræðu verður hvaða sögu sú ráðstöfun segi um markmið rekstursins, hagræðinguna og þjónustuna.

Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóðamálum ætar að taka púlsinn á heimsmálunum, meðal annars sívaxandi ótta Vesturlanda við Kína og áhrif þess ótta á meðaljóninn í okkar heimshluta.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands mætir svo í síðasta hluta þáttarins og ræðir hlutverk félagsins eftir birtingar auglýsingar með yfirskriftinni „Við mótmælum öll“ sem birt var í gær, 19. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×