Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 11:08 Yfir sjötíu þúsund ný tilfelli greinast af Kórónuveirunni daglega í Brasilíu. Getty/Andre Coelho Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Nýlegt afbrigði veirunnar, Gamma afbrigðið eða brasilíska afbrigðið hefur geisað í landinu og víðar um heim á þessu ári. Síðan í mars hafa dauðsföll í landinu verið yfir 1.500 á dag. Þá greinast að meðaltali sjötíu þúsund ný tilfelli daglega. Sérfræðingar telja að ástandið í landinu muni einungis versna með vetrinum sem hefst í næstu viku í Brasilíu, en aðeins um fimmtán prósent fullorðinna eru fullbólusett. Bráðamóttökur eru víða að nálgast þolmörk og er heilbrigðiskerfið í flestum stærstu borgum Brasilíu talið vera að hruni komið. Forsetinn gerir lítið úr ástandinu Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir afstöðu sína og skort á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Hann styður til að mynda ekki grímuskyldu eða útgöngubann og hefur þótt fullur efasemda um gagnsemi bólusetningar. Forsetinn greindist sjálfur með veiruna síðasta sumar en kveðst ekki hafa orðið alvarlega veikur. Þá hafa heilbrigðisráðherrar sem starfað hafa við hlið Bolsonaro ýmist verið reknir eða hrökklast úr starfi vegna ágreinings við forsetann um faraldurinn. Nú gegnir hjartalæknirinn Marcelo Queiroga embættinu og er sá fjórði á einu ári. Bolsonaro er sakaður um að hafa ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og verið frekar umhugað um áhrif hans á efnahagslífið, heldur en þjóðina sjálfa. Þúsundir íbúar Brasilíu komu saman á laugardaginn til þess að mótmæla viðbrögðum hans og reka á eftir bólusetningum. Þingið rannsakar nú vinnubrögð forsetans og ríkisstjórnarinnar í faraldrinum.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Verður fjórði heilbrigðisráðherrann á einu ári Hjartalæknirinn Marcelo Queiroga mun taka við embætti heilbrigðisráðherra Brasilíu og verður hann sá fjórði til að gegna embættinu á einu ári. Ekki hafa jafnmargir látist frá upphafi faraldursins og í síðustu viku 16. mars 2021 07:33
Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25