Ljóst hverjir mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 12:31 Undanúrslit á Íslandsmótinu í holukeppni kláruðust á Þorláksvelli í hádeginu og ljóst hverjir mætast í úrslitum í bæði karla- og kvennaflokki. Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum. Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í karlaflokki mættust Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss og Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar í annarri undanúrslitaviðureigninni. Andri hafði lagt Aron Emil Gunnarsson í gær en Lárus hafði betur gegn Birgi Birni Magnússyni í 8-manna úrslitunum. Viðureign þeirra Andra og Lárusar var spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokaholunni. Lárus Ingi hafði þar betur eftir að hafa unnið 16. holuna, báðir fóru á pari á síðustu holunum tveimur. Lárus mun mæta Sverri Haraldssyni úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar í úrslitum en Sverrir lagði atvinnukylfinginn Andra Þór Björnsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í undanúrslitunum. Sverrir komst þar þremur holum yfir og úrslitin ljós eftir 16. braut þar sem Andri gat ekki náð honum, 3&2. Guðrún Brá og Eva Karen mætast kvennamegin Í kvennaflokki munu atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Eva Karen Björnsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur mætast í úrslitum. Guðrún Brá vann nokkuð öruggan 5&4 sigur á Huldu Clöru Gestsdóttur í undanúrslitunum þar sem sigur hennar var vís eftir skolla Huldu á 14. braut þar sem Guðrún fékk par. Keppni Evu Karenar við Helgu Signýju Pálsdóttur, sem einnig er úr GR, stóð allt fram á lokaholuna. Eva var með einnar holu forystu fyrir þá síðustu en fékk þar fugl á meðan Helga fór á pari og vann Eva því með tveimur holum. Úrslitaviðureignirnar fara fram síðar í dag og þá munu þau sem töpuðu í undanúrslitunum keppa um þriðja sæti í báðum flokkum.
Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira