Gagnrýnir aðkomu Boga Nils að auglýsingu Kvenréttindafélagsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júní 2021 15:05 Auglýsing Kvennréttindafélags Íslands sem kom út í gær í tilefni kvennréttindadagsins. Sólveig Anna Jónsdóttir gagnrýnir aðkomu Boga Nils Bogasonar að auglýsingu Kvenréttindafélags Íslands. Hún sakar hann um að hafa leitt aðför gegn kvennastétt fyrir ári síðan. Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri. Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Auglýsingin kom út í gær í tilefni kvenréttindadagsins. Í auglýsingunni má sjá áhrifamikla einstaklinga úr samfélaginu í endurgerð af þjóðþekkta málverkinu „Þjóðfundurinn“ eftir Gunnlaug Blöndal. Á þjóðfundinum stóðu á fimmta tug karlmanna á fætur og sögðu „Vér mótmælum allir“. Auglýsingastofan Brandenburg gaf auglýsinguna út og vakti hún talsverða athygli í gær. „Við skorum á okkur sjálf og ykkur öll að fjölga konum í áhrifastöðum og tryggja sömuleiðis jafnrétti og fjölbreytileika í ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Íslandi til heilla um alla framtíð,“ segir í auglýsingunni. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair er einn af þeim sem kemur fram í auglýsingunni. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni, gagnrýnir aðkomu hans á Facebook síðu sinni. „Ömurleg aðför að kvennastétt“ Sólveig segir ekki vera nema rétt ár síðan Bogi Nils leiddi „eina ömurlegustu aðför að kvennastétt sem sést hefur í íslenskri vinnumarkaðs-pólitík, þegar að Icelandair og SA „union-böstuðu“ Flugfreyjufélag Íslands í miðri kjaradeilu“. „Eins og þið munið kannski var planið að fá karlastéttina flugmenn til að ganga í störf flugfreyja. Ég hefði sagt „Þetta mun aldrei gleymast“ en mig langar ekki að segja ósatt,“ segir Sólveig Anna. „Á Íslandi er ár afskaplega langur tími; á endanum skiptir mestu máli að sýna að „við erum öll í þessu saman“, sponsuð af Íslandsbanka og Landsvirkjun, öll í því saman að mótmæla einhverju, svo lengi sem það er bara nægilega yfirborðskennt og óljóst.“ Þá bendir Sólveig einnig á að hvorki henni né Agnieszku Ewu, varaformanni Eflingar, hafi verið boðið að vera með í auglýsingunni, þrátt fyrir að hafa skipulagt söguleg kvennaverkföll láglaunakvenna með góðum árangri.
Auglýsinga- og markaðsmál Jafnréttismál Icelandair Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira