Nýjustu þríburar landsins dafna vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 20:03 Hanna Björk og Arnar Long með nýjustu þríbura landsins, börnin sín, sem komu í heiminn 1. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira