„Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2021 21:45 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður með sitt lið í kvöld og ekki síður með að Jason Daði sé á batavegi. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var ánægður eftir 4-0 stórsigur liðsins á FH í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Þá er honum létt að Jason Daði Svanþórsson sé á batavegi. Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Breiðablik tapaði síðasta leik 3-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals þar sem liðið var síst verri aðilinn. Fyrir það höfðu Blikar unnið þrjá leiki í röð og segir Höskuldur að leikmenn Blika hafi verið ákveðnir í að koma sterkir til baka eftir vonbrigðin á Hlíðarenda. „Við vorum settumst saman eftir Valsleikinn og vorum á því að frammistaðan þar hafi verið í takti við það sem við höfum verið að sýna undanfarna fimm leiki núna. Það var stígandi í þessu og slysalegt af okkur að ná ekki í úrslit þar sem frammistaðan var góð. Við ætluðum ekki að vera passívir eða varnarsinnaðir þannig að við bara gáfum í í dag og svöruðum tapinu í síðasta leik vel.“ „Þetta var svolítill must-win leikur, kassann út og svara strax. Svo það var gott að það var svona stutt á milli leikja að geta svarað strax. Svo þessi leikur kom á besta tíma.“ segir Höskuldur en Blikar voru í raun með tögl og haldir í leiknum frá upphafi til enda. „Við vorum staðráðnir í að setja tempoið strax, láta boltann ganga hratt á milli og vera áræðnir, fara vel með færin okkar. Mér fannst það svona skapa sigurinn í dag. Við stjórnuðum leiknum.“ segir Höskuldur. Léttir eftir kveðjuna frá Jasoni Það kom upp óhugnalegt atvik eftir rúmlega hálftímaleik þegar Jason Daði Svanþórsson féll til jarðar vegna verkja fyrir brjósti. Höskuldur segir það hafa verið sérstaklega óþægilegt í ljósi atviksins í leik Danmerkur og Finna á Parken nýlega þar sem Christian Eriksen fékk hjartaáfall. „Þetta var bara hræðilegt. Þetta var smá súrrealískt, maður var allt í einu kominn í bara sama hring og var í Danaleiknum. segir Höskuldur. Það var bara eins og maður væri kominn í þetta atvik á EM.“ sagði Höskuldur. „Hann var sárkvalinn, átti erfitt með að anda og svimaði mikið, en það komu síðan fréttir í hálfleik að hann væri allur að braggast svo það létti vissulega. Það fór vel um mann eftir það.“ Aðspurður um hvernig það hefði verið að halda leik áfram á meðan Jason Daði lá á hliðarlínunni og beið sjúkrabíls sagði Höskuldur: „Við hópuðum okkur saman og ákváðum bara að vera aðeins passívir og rólegir. Þetta var bara óþægilegt fyrir alla, það er ekki þægilegt að það sé kallað eftir lækni í miðjum leik. Þannig að maður er bara feginn að ekki fór verr.“ Jason Daði er á spítala til rannsókna og er á batavegi. Hann sendi kveðjur á Blikana á meðan leiknum stóð sem vallarþulurinn á Kópavogsvelli kom til skila. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Meisturunum sópað út? Handbolti Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira