Kórónuveiran hefur ekki hrakið fleiri í foreldrahús Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júní 2021 11:41 Húsnæðiskostnaður og takmarkaðir tekjumöguleikar eru meðal helstu ástæða þess að ungt fólk býr í foreldrahúsum. Unsplash Sú flökkusaga að kórónuveirufaraldurinn hafi orðið til þess að bresk ungmenni flúðu umvörpum aftur í foreldrahús á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Einstaklingum á aldrinum 18 til 34 sem búa í foreldrahúsum hefur þvert á móti fækkað. Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar, sem staðfestir engu að síður þá þróun síðustu tveggja áratuga að stærra hlutfall fólks á þrítugs- og fertugsaldri býr heima en áður tíðkaðist. Einn af rannsakendunum, hagfræðingurinn Maja Gustafsson, segir ástæðu þess að ungu fólki í foreldrahúsum fjölgaði ekki í kórónuveirufaraldrinum þó meðal annarra þá að mörg ungmenni höfðu þegar flutt aftur heim vegna efnahagsástandsins. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar bjuggu 23 prósent einstaklinga á þrítugsaldri í foreldrahúsum fyrr í þessum mánuði, samanborið við 25 prósent í febrúar 2020. Þeir sem höfðu flutt aftur heim voru líklegri en aðrir á sama aldri til að hafa ekki lokið háskólanámi, til að vera í láglaunastarfi og til að vinna í einum af þeim geirum sem kórónuveiran kom hvað verst niður á, til dæmis í ferðamannaiðnaðinum. Rannsakendurnir segja að þrátt fyrir að mörg ungmenni hafi flutt aftur í foreldrahús til að geta unnið og lagt fyrir séu möguleikar þess mjög háðir því hvar foreldrarnir búa, það er að segja hvort vinnu sé að finna á heimaslóðunum. Um 3,5 milljónir einhleypra ungmenna búa nú hjá foreldrum sínum og hefur fjölgað um þriðjung síðusta áratug. Húsnæðiskostnaður og lág laun eru sögð meginástæða þess að fólk flytur aftur heim eða hefur ekki farið að heiman. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar breskrar könnunar, sem staðfestir engu að síður þá þróun síðustu tveggja áratuga að stærra hlutfall fólks á þrítugs- og fertugsaldri býr heima en áður tíðkaðist. Einn af rannsakendunum, hagfræðingurinn Maja Gustafsson, segir ástæðu þess að ungu fólki í foreldrahúsum fjölgaði ekki í kórónuveirufaraldrinum þó meðal annarra þá að mörg ungmenni höfðu þegar flutt aftur heim vegna efnahagsástandsins. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar bjuggu 23 prósent einstaklinga á þrítugsaldri í foreldrahúsum fyrr í þessum mánuði, samanborið við 25 prósent í febrúar 2020. Þeir sem höfðu flutt aftur heim voru líklegri en aðrir á sama aldri til að hafa ekki lokið háskólanámi, til að vera í láglaunastarfi og til að vinna í einum af þeim geirum sem kórónuveiran kom hvað verst niður á, til dæmis í ferðamannaiðnaðinum. Rannsakendurnir segja að þrátt fyrir að mörg ungmenni hafi flutt aftur í foreldrahús til að geta unnið og lagt fyrir séu möguleikar þess mjög háðir því hvar foreldrarnir búa, það er að segja hvort vinnu sé að finna á heimaslóðunum. Um 3,5 milljónir einhleypra ungmenna búa nú hjá foreldrum sínum og hefur fjölgað um þriðjung síðusta áratug. Húsnæðiskostnaður og lág laun eru sögð meginástæða þess að fólk flytur aftur heim eða hefur ekki farið að heiman.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira