Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:15 Tilkynningum til sérsveitar ríkislögreglustjóra um einstaklinga vopnaða eggvopnum hefur fjölgað um fimmtíu prósent undanfarin tvö ár. Getty Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu. Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu.
Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56
Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39