Bíó og sjónvarp

Leikari úr Friends er með krabbamein

Árni Sæberg skrifar
James Micheal Tyler fór aftur bak við barborðið á Central Perk árið 2015.
James Micheal Tyler fór aftur bak við barborðið á Central Perk árið 2015. Jason Kempin/Getty

Leikarinn James Michael Tyler hefur tilkynnt að hann hafi greinst með fjórða stigs krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Friends en hann lék þjóninn Gunther.

Í samtali við NBC, tilkynnti James að hann hefði greinst með krabbameinið árið 2018. Síðan þá hefur krabbameinið dreifst í bein leikarans og hann getur ekki gengið lengur.

Krabbameinið uppgötvaðist við hefðbundna læknisskoðun þegar leikarinn var 56 ára gamall. Hann hvetur alla karlmenn til að láta rannsaka hvort þeir séu með krabbamein í blöðruhálskirtli. „Það eru aðrir möguleikar í boði fyrir karlmenn ef krabbameinið greinist fyrr,“ sagði James í samtali við NBC.

Leikarinn eygir ekki von um bata af krabbameininu. „Lokastigskrabbamein. Svo það nær mér, þú veist, á endanum.“ segir hann.

Leikarinn gat ekki tekið þátt í nýja þættinum af Friends, sem kom út nú á dögunum, í eigin persónu. Hann kom þó fram í þættinum í gegn um fjarfundabúnað. Leikarinn sagði ekkert um krabbameinið í þættinum. Hann vildi ekki segja: „Ó, meðan ég man, Gunther er með krabbamein.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×