Lof og last 9. umferðar: Upplegg Breiðabliks, Hannes Þór, Helgi Valur, ósýnilegir FH-ingar og Dino Hodzic Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2021 10:31 Helgi Valur fagnar með liðsfélögum sínum eftir mark hans í 3-1 sigri liðsins á ÍA. Vísir/Hulda Margrét Níundu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk í gærkvöld. Það hefur mikið gengið á undanfarna tvo daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Upplegg Breiðabliks Eftir jafnar upphafsmínútur í leik Breiðabliks og FH þá tóku Blikar öll völd á vellinum og keyrðu einfaldlega yfir Hafnfirðinga. Leikkerfi Breiðabliks kom á óvart að því leytinu til að Höskuldur Gunnlaugsson lék í stöðu hægri bakvarðar en sótti mikið inn á miðjuna. Sú hugmynd gekk frábærlega og þó Breiðablik hafi unnið 4-0 var sigurinn síst of stór. Hannes Þór Halldórsson Var stórkostlegur í 3-1 sigri Vals á Breiðablik fyrir nokkrum dögum síðar. Átti ekki jafn frábærar vörslur í 1-0 sigri Íslandsmeistaranna á KA er liðin mættust á Dalvík en varði að engu síður vítaspyrnu og á því skilið lof. Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max deildarinnar heldur sá langbesti. Þá lét hann einnig til sín taka eftir leik. Frábær fyrirmynd sem Hannes Þór Halldórsson er. Gaf sér tíma til að sitja fyrir á myndum með dalvískum krökkum og spjalla við þau eftir leik. Mörg sólskinsbros sem hann skapaði með því #respect #virðing #fotboltinet— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) June 20, 2021 Joey Gibbs Annan leikinn í röð vinna Keflvíkingar. Annan leikinn í röð heldur Keflavík hreinu. Annan leikinn í röð skorar Josep Arthur Gibbs. Hann fær því hrósið þó svo að margir aðrir leikmenn liðsins hafi komið til greina eftir góðan 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Helgi Valur Daníelsson Það hefur verið mikið rætt og ritað um háan aldur leikmanna í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri en það er öllum ljóst að ef Helgi Valur á góðan leik þá á Fylkir góðan leik. Hann lenti í ömurlegum meiðslum á síðustu leiktíð og var talið að skórnir færu aftur upp í hillu, þessi þaulreyndi miðjumaður var hins vegar ekki á því. Helgi Valur skoraði sitt fyrsta mark í sumar með góðu skoti úr teignum er hann jafnaði metin í 3-1 sigri Fylkis á ÍA. Hann gerði sig í kjölfarið líklegan til að bæta við marki en lét sér nægja að leggja upp þriðja mark Árbæinga þó svo að það mark skráist alfarið á markvörð Skagamanna, meira um það hér að neðan. Last Dino Hodžić Dino átti ekki sinn besta leik í 3-1 tapi Skagamanna gegn Fylki. Annað mark Fylkis fór hálfpartinn í gegnum markvörðinn hávaxna en mögulega sá hann boltann seint. Þriðja mark Fylkis skráist hins vegar alfarið á Dino sem missti aukaspyrnu af þröngu færi í gegnum klofið og yfir línuna. Má segja að það mark hafi endanlega gert út um leikinn. Dino Hodžić vill eflaust ekki sjá endursýningu af þriðja marki Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Ósýnilegir FH-ingar Hafnfirðingar hafa nú spilað fimm leiki án þess að landa sigri. Það sem meira er þá hefur liðið aðeins skorað tvö mörk í þessum fimm leikjum. Hér væri hægt að lista upp nánast allt byrjunarlið FH en liðið beið afhroð á Kópavogsvelli. Lokatölur 4-0 og sigur Blika síst of stór. Margir FH-ingar virtust annað hvort nær ósýnilegir í leiknum þar sem þeir sáust einfaldlega ekki eða þegar þeir sáust þá þóttust þeir vera að leika keilur. Besta dæmið um það var annað mark Blika sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Það var líkt og Blikar væru í uppspils æfingu þar sem ekki mætti klukka liðið með boltann. Vítaspyrnur KA manna KA brenndi af tveimur vítaspyrnum í 0-1 tapi gegn Val. Akureyringar hafa nú brennt af fjórum vítaspyrnum í röð og gætu þau verið dýrkeypt þegar uppi er staðið. Hallgrímur Mar Steingrímsson brenndi af víti í 0-1 tapi gegn Víkingum. Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels gerðu svo slíkt hið sama í þessu 0-1 tapi gegn Val. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30 Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Upplegg Breiðabliks Eftir jafnar upphafsmínútur í leik Breiðabliks og FH þá tóku Blikar öll völd á vellinum og keyrðu einfaldlega yfir Hafnfirðinga. Leikkerfi Breiðabliks kom á óvart að því leytinu til að Höskuldur Gunnlaugsson lék í stöðu hægri bakvarðar en sótti mikið inn á miðjuna. Sú hugmynd gekk frábærlega og þó Breiðablik hafi unnið 4-0 var sigurinn síst of stór. Hannes Þór Halldórsson Var stórkostlegur í 3-1 sigri Vals á Breiðablik fyrir nokkrum dögum síðar. Átti ekki jafn frábærar vörslur í 1-0 sigri Íslandsmeistaranna á KA er liðin mættust á Dalvík en varði að engu síður vítaspyrnu og á því skilið lof. Ekki aðeins besti markvörður Pepsi Max deildarinnar heldur sá langbesti. Þá lét hann einnig til sín taka eftir leik. Frábær fyrirmynd sem Hannes Þór Halldórsson er. Gaf sér tíma til að sitja fyrir á myndum með dalvískum krökkum og spjalla við þau eftir leik. Mörg sólskinsbros sem hann skapaði með því #respect #virðing #fotboltinet— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) June 20, 2021 Joey Gibbs Annan leikinn í röð vinna Keflvíkingar. Annan leikinn í röð heldur Keflavík hreinu. Annan leikinn í röð skorar Josep Arthur Gibbs. Hann fær því hrósið þó svo að margir aðrir leikmenn liðsins hafi komið til greina eftir góðan 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Helgi Valur Daníelsson Það hefur verið mikið rætt og ritað um háan aldur leikmanna í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri en það er öllum ljóst að ef Helgi Valur á góðan leik þá á Fylkir góðan leik. Hann lenti í ömurlegum meiðslum á síðustu leiktíð og var talið að skórnir færu aftur upp í hillu, þessi þaulreyndi miðjumaður var hins vegar ekki á því. Helgi Valur skoraði sitt fyrsta mark í sumar með góðu skoti úr teignum er hann jafnaði metin í 3-1 sigri Fylkis á ÍA. Hann gerði sig í kjölfarið líklegan til að bæta við marki en lét sér nægja að leggja upp þriðja mark Árbæinga þó svo að það mark skráist alfarið á markvörð Skagamanna, meira um það hér að neðan. Last Dino Hodžić Dino átti ekki sinn besta leik í 3-1 tapi Skagamanna gegn Fylki. Annað mark Fylkis fór hálfpartinn í gegnum markvörðinn hávaxna en mögulega sá hann boltann seint. Þriðja mark Fylkis skráist hins vegar alfarið á Dino sem missti aukaspyrnu af þröngu færi í gegnum klofið og yfir línuna. Má segja að það mark hafi endanlega gert út um leikinn. Dino Hodžić vill eflaust ekki sjá endursýningu af þriðja marki Fylkis.Vísir/Hulda Margrét Ósýnilegir FH-ingar Hafnfirðingar hafa nú spilað fimm leiki án þess að landa sigri. Það sem meira er þá hefur liðið aðeins skorað tvö mörk í þessum fimm leikjum. Hér væri hægt að lista upp nánast allt byrjunarlið FH en liðið beið afhroð á Kópavogsvelli. Lokatölur 4-0 og sigur Blika síst of stór. Margir FH-ingar virtust annað hvort nær ósýnilegir í leiknum þar sem þeir sáust einfaldlega ekki eða þegar þeir sáust þá þóttust þeir vera að leika keilur. Besta dæmið um það var annað mark Blika sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Það var líkt og Blikar væru í uppspils æfingu þar sem ekki mætti klukka liðið með boltann. Vítaspyrnur KA manna KA brenndi af tveimur vítaspyrnum í 0-1 tapi gegn Val. Akureyringar hafa nú brennt af fjórum vítaspyrnum í röð og gætu þau verið dýrkeypt þegar uppi er staðið. Hallgrímur Mar Steingrímsson brenndi af víti í 0-1 tapi gegn Víkingum. Jonathan Hendrickx og Sebastiaan Brebels gerðu svo slíkt hið sama í þessu 0-1 tapi gegn Val. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik FH Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58 Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30 Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - HK 2-1 | Stjörnumenn taplausir í fjórum leikjum í röð Stjörnumenn náðu að nýta tvö af mjög fáum færum sínum í dag þegar þeir lögðu HK 2-1 í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Stjörnumenn hafa ekki tapað í fjórum leikjum í röð og eru komnir í gang í deildinni. 20. júní 2021 20:04
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - FH 4-0 | FH-ingar niðurlægðir í Kópavogi Breiðablik vann öruggan 4-0 sigur á FH í 9. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta í kvöld. Sigur þeirra grænklæddu var aldrei í hættu, jafnvel þrátt fyrir atvik sem minnti óþægilega á það tengt Christiani Eriksen á Parken á dögunum. 20. júní 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - ÍA 3-1 | Botnliðið í vandræðum Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum á Würth vellinum í dag á þessum sólríka sunnudegi. Skagamenn voru án fyrirliða síns, Óttars Bjarna, sem að fékk rautt spjald í seinasta leik gegn KA eftir hættulega tæklingu. 20. júní 2021 18:58
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 0-1 | Þrjú víti fóru forgörðum í toppslagnum KA og Valur mættust í toppslag í Pepsi Max deildinni á Dalvíkurvelli í dag. Valsmenn fóru að lokum með 0-1 sigur af hólmi eftir virkilega hraðan og skemmtilegan leik. 20. júní 2021 20:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Leiknir 1-0 | Annar sigur Keflvíkinga í röð Keflavík hafði betur gegn Leikni í nýliðaslagnum og er búið að vinna tvo leiki í röð. 20. júní 2021 22:30
Í beinni: Víkingur R. - KR | KR-ingar hafa ekki tapað stigi á móti Víkingum í þrjú ár Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. 21. júní 2021 21:09