Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 97-83 | Keflavík fær líflínu Atli Arason skrifar 22. júní 2021 23:40 Vörn Keflavíkur var mjög sterk eins og sést á þessari mynd. vísir/Hulda Margrét Keflavík sýndi áður óséða orku, í það minnsta í þessu úrslita einvígi, í leiknum í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn.Keflavík byrjaði af miklum krafti á meðan Þór gekk illa að hitta hinu megin. Heimamenn komust strax í 6-0 með þremur tveggja stiga körfum á fyrstu tveimur mínútunum. Það gaf tóninn strax í upphafi en gestirnir úr Þorlákshöfn náðu aldrei að komast í forystu í kvöld. Í fyrsta leikhluta var Keflavík að meðaltali með 7 stiga forskot og komust mest í 10 stiga forystu með þriggja stiga körfu frá Vali Orra þegar mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Larry Thomas átti lokaorðið af vítalínunni. Thomas minnkaði muninn í 8 stig og Keflavík vann því fyrsta leikhluta 23-15. Calvin Burks var þar stigahæstur með 9 stig. Deane Williams brýtur sér leið í gegnum vörn Þórsara.Vísir/Hulda Margrét Keflavík byrjaði annan leikhluta betur og snemma komust þeir í 14 stiga forskot en við það stigu gestirnir úr Þorlákshöfn aðeins upp. Á mínútu kafla um miðbik leikhlutans settu Styrmir Snær, Larry Thomas og Ragnar Braga allir niður þrista. Keflvíkingar héldu þó áfram að setja einhver stig á stigatöfluna og fór svo að lokum að heimamenn unnu annan leikhluta með 1 stigi, 24-23 og því gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 47-38. Ragnar Bragason var maður leiksins í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.Vísir/Hulda Margrét Það var meira af því sama í þriðja fjórðungi þar sem Keflvíkingar byrja leikhlutan aftur betur en gestirnir úr Þorlákshöfn. Heimamenn setja sex stig gegn þremur frá gestunum og komast snemma í 12 stiga forskot áður en áhlaup Þórs kemur til að minnka leikinn niður í 7 stig. Svona gekk þetta fram og til baka út leikhlutan að sveiflast á milli 7 og 14 stiga mun. Keflavík vann þriðja leikhluta 20-18 og 11 stiga munur fyrir loka fjórðunginn. Hörður Axel og Valur Orri fagna vel og innlega.Vísir/Hulda Margrét Síðasti leikhlutinn var sá sem mest var skorað í en gangur hans var þó svipaður og þeir leikhlutar á undan. Keflavík var alltaf einu skrefi á undan. Milka setti niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, til að klára leikinn algjörlega en með þristi frá Milka var Keflavík komið með 18 stiga forskot og Þór henti þá formlega inn hvíta handklæðinu og skipti út öllu byrjunarliði sínu. Keflavík svaraði með því sama en varamannabekkur Þórs vann varamannabekk Keflavíkur þessar síðustu tvær mínútur með 4 stigum. Leiknum lauk því með afar sanngjörnum 97-83 sigri Keflavíkur. Af hverju vann Keflavík? Þrátt fyrir að Þór hafi unnið uppkastið þá leiddi Keflavík leikinn frá 36. sekúndu leiksins og allt til enda. Varnarleikur Keflavíkur var afar góður og ákefðin í öllu liðinu, það mátti sjá á leikmönnum heimamanna að þeir ætluðu alls ekki að leyfa Þór að lyfta Íslandsmeistaratitlinum á þeirra heimavelli. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var stigahæstur með 26 stig, þar á eftir kom Dominykas Milka með 25 en Milka var einnig með flest framlags stig, 30 talsins. Í liði Þórs var Larry Thomas stigahæstur með 24 stig en lítið sást frá öðrum leikmönnum gestanna í kvöld. Hvað gerist næst? Leikur fjögur er í Þorlákshöfn á föstudaginn. Þar getur Þór klárað einvígið og lyft bikarnum á heimavelli með sigri. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum um“ Styrmir Snær Þrastarson var svekktur með úrslit kvöldsins. Hann ræddi nokkrum sinnum við dómara leiksins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var ekki sáttur með niðurstöðu leiksins í kvöld. „Það er svekkelsi hvernig við komum út í leikinn, við komum bara soft út í leikinn,“ sagði Styrmir Snær í viðtali við Vísi eftir leik. „Við spilum ekki saman liðsbolta og við látum þá lemja okkur fyrst í staðinn fyrir að við erum að lemja þá fyrst. Svo förum við bara að væla í dómaranum og sérstaklega ég. Ég á ekki að vera að gera það.“ – Við þurfum bara að koma sterkir til baka í næsta leik Styrmir fór oftar en einu sinni í dómarana í kvöld til að láta þá heyra það. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum um leikinn í kvöld,“ segir Styrmir og andvarpar. „Mér fannst sumir dómar vera skrítnir en það tapar ekki leiknum fyrir okkur.“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagði í viðtali fyrir leik að hann byggist ekki við neinu nýju frá Keflavík í kvöld, sem varð heldur betur ekki raunin. Styrmir var spurður að því hvað Keflavík kom með nýtt í leikinn í kvöld. „Þeir voru að koma af krafti inn í leikinn. Þeir voru miklu meira agressífir sem þeir voru kannski ekki að sýna í fyrstu tveimur leikjunum. Við bjuggumst við þeim svona fyrir seríuna. Við þurfum bara að fara í Þorlákshöfn og match-a þetta hjá þeim,“ svaraði Styrmir Snær. Hingað til hefur ekkert lið komið til baka í úrslita einvíginu og unnið það eftir að hafa verið 2-0 undir. Tölfræðin er því með Þór í liði en til þess að fá bikarinn þurfa þeir að vinna næsta leik á föstudaginn. „Jú við stefnum á það. Það er leikur sem við þurfum að vinna. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná í þann stóra.“ „Þórsarar ráða bara mjög illa við hann“ Hörður Axel Vilhjálmsson var ánægður með orkuna í Keflavíkurliðinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er sáttur við liðið. Effort-ið hjá liðnu var frábært í 40 mínútur sem var eitthvað sem við stefndum að og stóðum við,“ sagði Hörður Axel í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum að koma með orku inn frá byrjun. Það er eitthvað sem við höfum ekki gert í fyrstu tveimur leikjunum þar sem við fáum alltaf högg í fyrri hálfleik en svo kemur orkan alltaf í seinni hálfleik. Við þurftum að setja tóninn strax í upphafi og ég held að við höfum bara gert vel í því.“ Calvin Burks endaði leikinn stigahæstur allra með 26 stig og var hann heilt yfir frábær í kvöld. „Hann er frábær leikmaður. Það er mest megins búið að vera að tala hann niður í vetur. Kannski er það vegna þess að við erum með fullt af vopnum sóknarlega. Svo er þetta bara þannig að á móti hvaða liði sem er þá finnum við eitthvað mismatch sem þeir eiga eftir að ráða illa við og Þórsarar ráða bara mjög illa við hann,“ svaraði Hörður Axel aðspurður út í leik CJ í kvöld. Keflavík sótti líflínu í einvíginu með sigrinum í kvöld. Hörður er ekki farinn að hugsa um þann stóra strax. „Við erum bara að einbeita okkur að föstudeginum. Við keyptum okkur einn leik í viðbót í dag með því að vinna hérna. Við förum til Þorlákshafnar á föstudaginn með kassann úti og hausinn uppi. Vonandi gerum við bara meira af því sama og við gerðum í dag með orku. Við þurfum rífa fólkið okkar með okkur, rífa hvorn annan í gang og peppa hvorn annan upp,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn
Keflavík sýndi áður óséða orku, í það minnsta í þessu úrslita einvígi, í leiknum í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn.Keflavík byrjaði af miklum krafti á meðan Þór gekk illa að hitta hinu megin. Heimamenn komust strax í 6-0 með þremur tveggja stiga körfum á fyrstu tveimur mínútunum. Það gaf tóninn strax í upphafi en gestirnir úr Þorlákshöfn náðu aldrei að komast í forystu í kvöld. Í fyrsta leikhluta var Keflavík að meðaltali með 7 stiga forskot og komust mest í 10 stiga forystu með þriggja stiga körfu frá Vali Orra þegar mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Larry Thomas átti lokaorðið af vítalínunni. Thomas minnkaði muninn í 8 stig og Keflavík vann því fyrsta leikhluta 23-15. Calvin Burks var þar stigahæstur með 9 stig. Deane Williams brýtur sér leið í gegnum vörn Þórsara.Vísir/Hulda Margrét Keflavík byrjaði annan leikhluta betur og snemma komust þeir í 14 stiga forskot en við það stigu gestirnir úr Þorlákshöfn aðeins upp. Á mínútu kafla um miðbik leikhlutans settu Styrmir Snær, Larry Thomas og Ragnar Braga allir niður þrista. Keflvíkingar héldu þó áfram að setja einhver stig á stigatöfluna og fór svo að lokum að heimamenn unnu annan leikhluta með 1 stigi, 24-23 og því gengu liðin til búningsherbergja í stöðunni 47-38. Ragnar Bragason var maður leiksins í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvíginu.Vísir/Hulda Margrét Það var meira af því sama í þriðja fjórðungi þar sem Keflvíkingar byrja leikhlutan aftur betur en gestirnir úr Þorlákshöfn. Heimamenn setja sex stig gegn þremur frá gestunum og komast snemma í 12 stiga forskot áður en áhlaup Þórs kemur til að minnka leikinn niður í 7 stig. Svona gekk þetta fram og til baka út leikhlutan að sveiflast á milli 7 og 14 stiga mun. Keflavík vann þriðja leikhluta 20-18 og 11 stiga munur fyrir loka fjórðunginn. Hörður Axel og Valur Orri fagna vel og innlega.Vísir/Hulda Margrét Síðasti leikhlutinn var sá sem mest var skorað í en gangur hans var þó svipaður og þeir leikhlutar á undan. Keflavík var alltaf einu skrefi á undan. Milka setti niður þrist þegar tæpar tvær mínútur voru eftir, til að klára leikinn algjörlega en með þristi frá Milka var Keflavík komið með 18 stiga forskot og Þór henti þá formlega inn hvíta handklæðinu og skipti út öllu byrjunarliði sínu. Keflavík svaraði með því sama en varamannabekkur Þórs vann varamannabekk Keflavíkur þessar síðustu tvær mínútur með 4 stigum. Leiknum lauk því með afar sanngjörnum 97-83 sigri Keflavíkur. Af hverju vann Keflavík? Þrátt fyrir að Þór hafi unnið uppkastið þá leiddi Keflavík leikinn frá 36. sekúndu leiksins og allt til enda. Varnarleikur Keflavíkur var afar góður og ákefðin í öllu liðinu, það mátti sjá á leikmönnum heimamanna að þeir ætluðu alls ekki að leyfa Þór að lyfta Íslandsmeistaratitlinum á þeirra heimavelli. Hverjir stóðu upp úr? Calvin Burks var stigahæstur með 26 stig, þar á eftir kom Dominykas Milka með 25 en Milka var einnig með flest framlags stig, 30 talsins. Í liði Þórs var Larry Thomas stigahæstur með 24 stig en lítið sást frá öðrum leikmönnum gestanna í kvöld. Hvað gerist næst? Leikur fjögur er í Þorlákshöfn á föstudaginn. Þar getur Þór klárað einvígið og lyft bikarnum á heimavelli með sigri. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum um“ Styrmir Snær Þrastarson var svekktur með úrslit kvöldsins. Hann ræddi nokkrum sinnum við dómara leiksins í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var ekki sáttur með niðurstöðu leiksins í kvöld. „Það er svekkelsi hvernig við komum út í leikinn, við komum bara soft út í leikinn,“ sagði Styrmir Snær í viðtali við Vísi eftir leik. „Við spilum ekki saman liðsbolta og við látum þá lemja okkur fyrst í staðinn fyrir að við erum að lemja þá fyrst. Svo förum við bara að væla í dómaranum og sérstaklega ég. Ég á ekki að vera að gera það.“ – Við þurfum bara að koma sterkir til baka í næsta leik Styrmir fór oftar en einu sinni í dómarana í kvöld til að láta þá heyra það. „Ég ætla ekki að kenna dómaranum um leikinn í kvöld,“ segir Styrmir og andvarpar. „Mér fannst sumir dómar vera skrítnir en það tapar ekki leiknum fyrir okkur.“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagði í viðtali fyrir leik að hann byggist ekki við neinu nýju frá Keflavík í kvöld, sem varð heldur betur ekki raunin. Styrmir var spurður að því hvað Keflavík kom með nýtt í leikinn í kvöld. „Þeir voru að koma af krafti inn í leikinn. Þeir voru miklu meira agressífir sem þeir voru kannski ekki að sýna í fyrstu tveimur leikjunum. Við bjuggumst við þeim svona fyrir seríuna. Við þurfum bara að fara í Þorlákshöfn og match-a þetta hjá þeim,“ svaraði Styrmir Snær. Hingað til hefur ekkert lið komið til baka í úrslita einvíginu og unnið það eftir að hafa verið 2-0 undir. Tölfræðin er því með Þór í liði en til þess að fá bikarinn þurfa þeir að vinna næsta leik á föstudaginn. „Jú við stefnum á það. Það er leikur sem við þurfum að vinna. Við ætlum að leggja allt í sölurnar til að ná í þann stóra.“ „Þórsarar ráða bara mjög illa við hann“ Hörður Axel Vilhjálmsson var ánægður með orkuna í Keflavíkurliðinu í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var ánægður með leik sinna manna í sigrinum gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld. „Ég er sáttur við liðið. Effort-ið hjá liðnu var frábært í 40 mínútur sem var eitthvað sem við stefndum að og stóðum við,“ sagði Hörður Axel í viðtali við Vísi eftir leik. „Við ætluðum að koma með orku inn frá byrjun. Það er eitthvað sem við höfum ekki gert í fyrstu tveimur leikjunum þar sem við fáum alltaf högg í fyrri hálfleik en svo kemur orkan alltaf í seinni hálfleik. Við þurftum að setja tóninn strax í upphafi og ég held að við höfum bara gert vel í því.“ Calvin Burks endaði leikinn stigahæstur allra með 26 stig og var hann heilt yfir frábær í kvöld. „Hann er frábær leikmaður. Það er mest megins búið að vera að tala hann niður í vetur. Kannski er það vegna þess að við erum með fullt af vopnum sóknarlega. Svo er þetta bara þannig að á móti hvaða liði sem er þá finnum við eitthvað mismatch sem þeir eiga eftir að ráða illa við og Þórsarar ráða bara mjög illa við hann,“ svaraði Hörður Axel aðspurður út í leik CJ í kvöld. Keflavík sótti líflínu í einvíginu með sigrinum í kvöld. Hörður er ekki farinn að hugsa um þann stóra strax. „Við erum bara að einbeita okkur að föstudeginum. Við keyptum okkur einn leik í viðbót í dag með því að vinna hérna. Við förum til Þorlákshafnar á föstudaginn með kassann úti og hausinn uppi. Vonandi gerum við bara meira af því sama og við gerðum í dag með orku. Við þurfum rífa fólkið okkar með okkur, rífa hvorn annan í gang og peppa hvorn annan upp,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum