Innlent

Öllum frjálst að mæta og fá Jans­sen meðan birgðir endast

Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa
Öllum er frjálst að mæta, óháð því hvort fólk hefur fengið boðun eða ekki.
Öllum er frjálst að mæta, óháð því hvort fólk hefur fengið boðun eða ekki. Vísir/Vilhelm

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ákveðið að allir sem vilja geti mætt í bólusetningu með bóluefni Janssen fyrir kórónuveirunni nú eftir hádegi í dag. Fólk sem hefur fengið staðfesta kórónuveirusýkingu er sérstaklega hvatt til þess að mæta.

Þetta staðfestir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni, í samtali við fréttastofu. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er dræm mæting þeirra hópa sem þegar hafa verið boðaðir í bólusetningu í dag.

Til stóð að opna bólusetningar eftir klukkan tvö gæti fólk mætt sem hefði áður fengið boðun í bólusetningu með bóluefni Janssen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×