Færri eftirlegukindur skiluðu sér en vonir stóðu til Birgir Olgeirsson og Kjartan Kjartansson skrifa 22. júní 2021 19:10 Dræm mæting var í bólusetningar í dag. vísir/vilhelm Aðeins 8.500 af 14.000 skömmtum af bóluefni Janssen gegn Covid-19 gengu út í Reykjavík í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni segir að búist hefði verið við fleiri eftirlegukindum í dag. Ungt fólk á aldrinum 24 til 33 ára mætir síst af öllum í bólusetningu hér á landi. „Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Við vorum að búast við að fleiri kæmu, svona eftirlegukindur, á þennan Janssen-dag í dag. Það voru í heildina 1.600 sem komu sem voru ekki boðaðir, 1.600 eftirlegukindur, þetta var ekki dagur nema upp á svona 8.500 skammta,“ sagði Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ekki stendur til að halda svo stóran bólusetningardag með Janssen-bóluefninu aftur. Ragnheiður Ósk sagði að stefnt væri að því að safna saman fólki sem hefur ekki komist til að láta bólusetja sig til þessa í litlum hópum. Næsta vika verður upphafið að endasprettinum í bólusetningunum. Þá stendur til að koma út 35.000 skömmtum í endurbólusetningu. Tvær vikurnar þar á eftir fram að 13. júlí verða einnig teknar undir endurbólusetningar. Dræmari mæting yngra fólks Mæting 17 ára til 21 árs í bólusetningu gegn Covid-19 er um 76 til 80 prósent. Mætingin fer svo skarpt niður við 24 ára aldur og til 33 ára aldurs. Þar er mætingin um 69 prósent til 72 prósent. Mæting fer hratt upp á við eftir því sem árin færast yfir. 79 prósent til 85 prósent frá 38 ára aldri og til 49 ára aldurs. Í aldurshópunum sem koma á eftir er mætingin yfir 90 prósentum. Tölur frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Tölurnar eru kannski að sýna okkur að það er kannski heldur dræmari mæting í kringum 80 prósent á meðan eldri árgangarnir komnir upp í 90 prósent. Eldri árgangarnir eru líka búnir að hafa lengri tíma til að koma til okkar, þannig að vonandi náum við yngri árgöngunum líka upp í 90 prósent,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mögulega gæti það útskýrt dræma mætingu hjá yngra fólki að mörg í þeim hópi eru í barneignum. „Við sjáum smá lægð þarna hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Þar er fólk á barneignaraldri. Þessi kynslóð er líka þeir sem koma kannski erlendis frá og eru ekki lengur hér á landi. Við vitum ekki hvað það er stórt hlutfall af þýðinu sem við erum að vinna með frá þjóðskrá,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira