Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 19:57 Vera Jourova, gilda- og gegnsæisstjóri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, (t.v.) með Clement Beaune, Evrópumálaráðherra Frakklands, á ráðherrafundi í Lúxemborg í dag. AP/John Thys Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess. Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira
Ungversk og pólsk stjórnvöld hafa lengi sætt gagngrýni fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla og fjölmiðla. Af þeim sökum hyggst Evrópusambandið skilyrða aðgang að sameiginlegum sjóðum þess við að ríkin virtu grundvallaratriði lýðræðisins. Evrópudómstóllinn á eftir að veita umsögn um það en bæði ríki andmæla skilyrðinu. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hún hafi nú til sérstakrar skoðunar hvort að nýju lögin í Ungverjalandi stangist á við Evrópulög. „Tjáningarfrelsið verður að vernda og ekki ætti að mismuna gegn neinum á grundvelli kynhneigðar,“ sagði Jourova eftir fund ráðherra þar sem málið var rætt í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Með lögunum varð ólöglegt að sýna börnum undir átján ára aldri efni sem sýnir eða ýtir undir samkynhneigð eða kynleiðréttingu. Ungversk stjórnvöld halda því fram að lögunum sé ætlað að vernda börn með því að tryggja að foreldrar þeirra fræði þau um kynhneigð þar til þau ná átján ára aldri. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxemborgar, segir lögin hins vegar ekki endurspegla nein gildi sem Evrópusambandið vill verja. „Fólk á rétt á því að lifa eins og það vill, við erum ekki lengur á miðöldum,“ segir hann. Taka átök fram yfir viðræður Framkvæmdastjórnin ætlar að gefa út skýrslu um stöðu réttarríkisins í Evrópu í næsta mánuði. Jourova lýsti áhyggjum af hnignun lýðræðis í Póllandi og að þarlend stjórnvöld hefðu lítinn áhuga sýnt á að samsvara sig þeim gildum sem koma fram í sáttmála Evrópusambandsins. „Við sjáum vaxandi áhrif framkvæmdavaldsins á dómsvaldið og í stað viðræðuvilja sjáum við frekari skref í átt að átökum,“ sagði hún. Sagði hún sambandið tilbúið að beita þeim ráðum sem það hefði til þess að fá Pólland og Unverjaland til þess að virða lýðræðisleg grundvallaratriði þess.
Evrópusambandið Ungverjaland Pólland Hinsegin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Sjá meira