Lokuðu tugum íranskra vefsíðna sem eru sakaðar um upplýsingafals Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2021 22:35 Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans. Heimsveldin reyna nú að hefja viðræður um að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015. AP/Vahid Salemi Bandarísk yfirvöld lokuðu tugum fréttavefsíðna sem tengjast írönskum stjórnvöldum sem þau saka um að dreifa fölskum upplýsingum. Á meðal þeirra voru vefsíður sjónvarpsfréttastöðvar Húta í Jemen og vefmiðils herskárra Palestínumanna. AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær. Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
AP-fréttastofan segir að hátt í fjörutíu vefsíðum sem tengjast íranska ríkinu hafi verið teknar niður í dag. Það virðist liðir í aðgerðum Bandaríkjastjórnar til þess að uppræta upplýsingafals sem hún hefur sakað írönsk stjórnvöld um að stunda. Þegar netverjar reyndu að fara inn á vefsíðurnar í dag kom upp tilkynningin frá bandarísku alríkisstjórninni um að lagt hefði verið hald á þær í tengslum við „löggæsluaðgerðir“. Þannig var með vefsíðu Press TV, enskumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins, al-Masirah, fréttastöðvar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen reka, og al-Alam, arabískumælandi stöðvar íranska ríkissjónvarpsins. Þá lögðu bandarísk yfirvöld hald á lén fréttasíðunnar Palestine Today sem AP segir að endurspegli sjónarmið Hamas og Íslamsks jíhads. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bandarísk stjórnvöld skera upp herör gegn írönskum vefsíðum. Nærri því hundrað vefsíðum var lokað í aðgerðum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í október í fyrra. Þá sagði ráðuneytið að vefsíðurnar, sem hefðu yfirbragð raunverulegra fréttamiðla, væru liður í upplýsingastríði á heimsvísu sem væri ætlað að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjastjórnar og halda uppi írönskum áróðri. Heimsveldin hafa undanfarið reynt að bjarga kjarnorkusamningnum við Íran frá 2015 sem Donald Trump sagði Bandaríkin frá. Samskipti Írans og Bandaríkjanna hafa verið sérstaklega stirð síðan þá. Ebrahim Raisi, harðlínumaður hliðhollur Khamenei æðsta leiðtoga Írans, var kjörinn forseti á föstudag. Hann útilokaði að hann myndi funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta eða semja um helstu ágreiningsmál ríkjanna á blaðamannafundi í gær.
Íran Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira