Lögreglumaður sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanni að bana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2021 16:03 Dalian Atkinsson lést þann 15. ágúst 2016 eftir að lögreglumenn veittust að honum fyrir utan heimili föður hans. Getty/Staff/Mirrorpix Lögreglumaðurinn Benjamin Monk hefur verið sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanninum Dalian Atkinson að bana með því að hafa skotið hann með rafbyssu í 33 sekúndur og sparkað tvisvar í höfuð hans á meðan Atkinson lá í jörðinni. Monk var sakfelldur fyrir manndráp af dómstóli í Birmingham í dag. Kviðdómendur tóku sér átján klukkutíma og fjörutíu og átta mínútur til að ræða hver niðurstaðan yrði. Monk var sýknaður af morði en kviðdómendur voru samróma um að hann skyldi sakfelldur fyrir manndráp. Monk er fyrsti lögreglumaðurinn sem dæmdur er fyrir verknað, sem hann framdi á meðan hann var í vinnunni, í meira en þrjá áratugi á Bretlandi. Monk var sakaður um það fyrir dómi að ljúga um það sem gerðist þetta kvöld og að hafa sparkað og stappað á höfðu Atkinsons á meðan hann var vart við meðvitund. Monk sparkaði svo fast í höfuð Atkinsons að blóð fannst á skóm Monks. Benjamin Monk (t.h.) var í dag sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanninum Dalian Atkinsson að bana. Lögreglukonan Mary Ellen Bettley-Smith (t.v.) er ákærð fyrir aðild að manndrápinu.Getty/Jacob King Annar lögreglumaður hefur verið sakaður um aðild að manndrápinu, hún Mary Ellen Bettley-Smith, sem hefur neitað því að hafa valdið Atkinson líkamlegum skaða. Bettley-Smith er sökuð um að hafa barið Atkinson með kylfu á meðan hann lá í jörðinni. Atkinson var fyrir utan heimili föður síns, sem Atkinson hafði keypt fyrir hann eftir að hann varð atvinnufótboltamaður, þegar lögreglu bar að garði. Klukkan var hálf tvö að nóttu í ágúst 2016 og höfðu nágrannar kvartað vegna hávaða. Atkinson var hvað þekktastur fyrir að leika með fótboltaliðinu Aston Villa en hann hafði einnig spilað fyrir fótboltalið í Suður-Kóreu, Spáni og Tyrklandi. Hann settist í helgan stein árið 2001. Enski boltinn Fótbolti Bretland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Monk var sakfelldur fyrir manndráp af dómstóli í Birmingham í dag. Kviðdómendur tóku sér átján klukkutíma og fjörutíu og átta mínútur til að ræða hver niðurstaðan yrði. Monk var sýknaður af morði en kviðdómendur voru samróma um að hann skyldi sakfelldur fyrir manndráp. Monk er fyrsti lögreglumaðurinn sem dæmdur er fyrir verknað, sem hann framdi á meðan hann var í vinnunni, í meira en þrjá áratugi á Bretlandi. Monk var sakaður um það fyrir dómi að ljúga um það sem gerðist þetta kvöld og að hafa sparkað og stappað á höfðu Atkinsons á meðan hann var vart við meðvitund. Monk sparkaði svo fast í höfuð Atkinsons að blóð fannst á skóm Monks. Benjamin Monk (t.h.) var í dag sakfelldur fyrir að hafa orðið fótboltamanninum Dalian Atkinsson að bana. Lögreglukonan Mary Ellen Bettley-Smith (t.v.) er ákærð fyrir aðild að manndrápinu.Getty/Jacob King Annar lögreglumaður hefur verið sakaður um aðild að manndrápinu, hún Mary Ellen Bettley-Smith, sem hefur neitað því að hafa valdið Atkinson líkamlegum skaða. Bettley-Smith er sökuð um að hafa barið Atkinson með kylfu á meðan hann lá í jörðinni. Atkinson var fyrir utan heimili föður síns, sem Atkinson hafði keypt fyrir hann eftir að hann varð atvinnufótboltamaður, þegar lögreglu bar að garði. Klukkan var hálf tvö að nóttu í ágúst 2016 og höfðu nágrannar kvartað vegna hávaða. Atkinson var hvað þekktastur fyrir að leika með fótboltaliðinu Aston Villa en hann hafði einnig spilað fyrir fótboltalið í Suður-Kóreu, Spáni og Tyrklandi. Hann settist í helgan stein árið 2001.
Enski boltinn Fótbolti Bretland Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira