Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 18:37 Lögreglumaðurinn starfar fyrir lögregluna á Suðurlandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi. Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Sannað þótti í málinu að lögreglumaðurinn hefði látið hjá líða að leggja hald á 300-500 millilítra af vökva sem átti að búa til kannabisolíu úr og að um fíkniefni hefði verið að ræða í skilningi laga. Héraðssaksóknari ákærði lögreglumanninn fyrir brot í opinberu starfi vegna athafna hans við húsleit í að kvöldi 22. maí árið 2019. Var hann sakaður um að hafa sýnt af sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í starfi sínu þegar hann lét hann hjá líða að leggja hald á kannabisblandaðan vökva sem var í potti á eldavél. Einnig var hann talinn hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæmda frekari leit í húsnæðinu. Daginn eftir að lögreglumaðurinn sem var ákærður leitaði í húsnæðinu ásamt félaga sínum fundust tæp 1,9 kíló af kannabisefnum og 1,7 lítrar af kannabisblönduðum vökva í húsnæðinu sem höfðu einnig verið þar kvöldið áður. Hafði áður reynt að rökræða við lögreglumanninn, án árangurs Fyrir Héraðsdómi Suðurlands bar lögreglumaðurinn að hann hefði ekki séð önnu kannabisefni við húsleitina en 300-500 millílítra af „gruggugu skítugu vatni“ í potti. Sá sem vísaði honum á efnið hafi tjjáði honum að hann hefði ætlað að búa til kannabisolíu en að efnið væri ónýtt eftir suðu. Lögreglumaðurinn hafi þá leitað af sér grun um að frekari kannabisefni væru í húsnæðinu en sagðist hann þó ekki hafa talið líklegt að það væri tilfellið. Hann hefði því ekki talið réttlætanlegt að „snúa svona húsi við á hvolf“. Úr dómnum má lesa að húsnæðið hafi ekki verið snyrtilegt. Neitaði lögreglumaðurinn að hafa séð tíu lítra fötu hálffulla af kannabislaufum eða svartan ruslapoka með afskorningum. Lögreglukona sem tók þátt í húsleitinni með honum sagðist fyrir dómi hafa tekið því sem svo að hann hefði vitað af fötunni og þá hefði hún séð hann halda á svarta ruslapokanum. Útilokaði hún að lögreglumaðurinn sem var ákærður hefði ekki séð fötuna þar sem hún hefði verið áberandi. Lögreglukonan kvaðst hafa gert ráð fyrir því að þau tækju efnin með sér þegar þau fóru frá húsinu. Þegar það gerðist ekki hafi henni fundið það skrýtin afgreiðsla. Hún hefði þó ekki þorað að taka fyrir hendurnar á félaga sínum þar sem hann hefði verið stjórnandi á vettvangi og með tíu ára starfsreynslu umfram hana. Auk þess hefði hún reynt að rökræða við hann áður „án þess að það hefði skilað neinu“. Þegar í lögreglubílinn var komið segir konan að félagi sinn hefði sagt sér að hann hefði ekki talið ástæðu til þess að taka efnin þar sem þau væru aðallega afklippur og rusl. Hann hefði þó beðið hana um að nefna það ekki við aðra lögreglumenn því einhverjir þeirra hefðu sennilegt tekið efnin. Þegar konan fór með öðrum lögreglumanni á vettvang daginn eftir lögðu þau hald á efnin. Lítið magn og lítil gæði Landsréttur taldi í dómi sínum að ekki yrði refsað fyrir brot lögreglumannsins nema að það væri framið af ásetningi og aðeins ef um væri að ræða gróf eða ítrekuð tilvik vanrækslu eða hirðuleysis. Ekkert hefði komið fram um að lögreglumaðurinn hefði haft ástæðu til þess að líta fram hjá fíkniefnunum auk þess sem sannað væri að hann hefði framkvæmt frekari leit í húsnæðinu og fyrir utan það. Aðstæður til leitar hefðu jafnframt verið erfiðar. Þá var ekki talið sannað að lögreglumaðurinn hefði séð, honum hlyti að hafa verið ljóst eða hann hefði látið sér það í léttu rúmi liggja hvort að kannabisefni væru í fötunni. Þó að sannað væri að lögreglumaðurinn hefði ekki lagt hald á efnið sem átti að gera kannabisolíu úr, fæli það ekki í sér stórfellda vanrækslu eða hirðuleysi í ljósi þess hversu lítið magn var af vökvanum og hlutfall tetrahýdrókannabínóls í því lágt. Staðfesti Landsréttur því sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júní í fyrra. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira