Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2021 19:36 Theódór Skúli Sigurðsson, læknir. Stöð 2 Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Læknarnir afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftir 985 þeirra í dag. Í ályktun hópsins er allri ábyrgð á stöðu heilbrigðismála vísaði á stjórnvöld sem hann sakar um sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók ekki sjálf við undirskriftunum þar sem hún var upptekin við annað. „Það er náttúrulega ákveðin tegund vanvirðingar í því,“ sagði Theódór Skúli Sigurðsson, læknir og einn fjórmenninganna sem fóru með undirskriftalistann í ráðuneytið í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður ráðherra, fundaði þó með læknunum eftir afhendingu undirskriftanna. Óttast um öryggi starfsfólks Theódór Skúli sagðist sjá fyrir sér mikla kulnun og atgervisflótta úr stétt heilbrigðisstarfsfólks vegna langvarandi álags og að læknar hafi áhyggjur af áhrifunum á sjúklinga. „En fyrst og fremst hef ég áhyggjur af öryggi starfsmanna. Komi upp alvarleg atvik er ábyrgðin náttúrulega mjög þung og hún liggur á starfsmönnum. Öll sú umgjörð er mjög óljós,“ sagði hann. Afar erfitt hafi verið fyrir heilbrigðiskerfið að takast á við heimsfaraldur kórónuveirunnar við þessar aðstæður. Nú þegar hilli undir lok faraldursins taki annars konar erfiðleikar við fyrir heilbrigðiskrefið. „Þegar við sjáum ljósið kemur allt í einu krafa um sparnaðaraðgerðir. Það eru sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum sem ég tel algerlega ómögulegt að uppfylla,“ sagði Theódór Skúli. Kallaði hann eftir viðræðum á milli heilbrigðisráðuneytisins, spítalans, og fjármálaráðuneytisins um sameiginlega og varanlega niðurstöðu fyrir heilbrigðiskerfið sem haldi til framtíðar.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira