Líkamstjáning á fundum og nokkur góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. júlí 2021 07:01 Almennt er mælt með því að krossleggja hvorki fætur né hendur á fundum. Undantekning á þessu getur þó verið þegar konur eru klæddar í pils eða kjól, sem nær fyrir ofan hné eða um hné, og sitja á stól án þess að vera með borð í hærri stöðu fyrir framan sig. Vísir/Getty Það skiptir ekki máli hvernig samskiptin okkar fara fram, þegar að við hittum fólk viljum við koma vel fyrir. Hvort sem við erum á fundum, fjarfundum eða bara í almennu spjalli eða viðtölum við viðskiptavini eða samstarfsfólk, skiptir líkamsbeitingin okkar máli. Á vefsíðunni easymeeting.net er að finna ýmsan fróðleik sem getur nýst vel þegar að fólk vill koma vel fyrir. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga. 1. Ekki krossleggja hendur né fætur Leggðu áherslu á að vera afslappaður/afslöppuð, rétta úr baki og krossleggja hvorki hendur né fætur. Þannig ertu að senda þau skilaboð að þú sért opin/n og jákvæður fyrir þeim samskiptum sem framundan eru. Mögulega vilja konur sem klæðast pilsi eða kjól fyrir ofan eða um hné, þó krossleggja fætur ef fundaraðstaðan er þannig að þær sitja á stól án þess að það sé borð fyrir framan. Ef þú klæðist jakka, er mælt með því að þú hneppir honum frá þannig að hann sé opinn á meðan á fundi stendur. 2. Hallaðu þér lítillega í átt að viðmælanda Þegar þú vilt að viðmælandi eða viðmælendur finni að þú hafir áhuga á þeim og umræðunni sem er í gangi, er ágætt að halla sér eilítið í átt að fólki. Það sama gildir á fjarfundum. Líkamsbeiting þar sem þú hallar þér eilítið að myndavélinni þýðir að þú sért að sýna umræðum og viðmælendum áhuga. Passaðu þig þó að vera ekki of nálægt myndavélinni því það er ekki rétt ásýnd að þú sért með andlitið þitt í of mikilli nærmynd. 3. Speglaðu líkamstjáningu fundargesta Með því að spegla líkamstjáningu og svipbrigði fólksins sem þú ert að tala við á fundum, myndar þú sterkari tengsl. Þetta þýðir að ef viðmælandi brosir, brosir þú líka og kinkar kannski kolli. Og svo framvegis. Auðvitað er ekki verið að tala um að þú hermir eftir öllu sem aðrir gera á fundi, heldur frekar verið að benda á að með því að vera vakandi yfir líkamstjáningu annarra, getur þú myndað sterkari tengsl með því að spegla þá hegðun/tjáningu að hluta. 4. Augnsamband og traust Augnsamband er lykilatriði til að mynda traust á milli aðila í samskiptum. Með því að mynda augnsamband ertu að segja að athyglin þín sé á umræðum viðmælanda, að þú hafir áhuga og treystir því sem viðkomandi er að segja. Í Covid hefur augnsambandið aðeins farið forgörðum á fjarfundum. Þar gleyma sér margir og enda með að horfa mest á sjálfan sig á skjánum. Leið til að breyta þessu er að horfa beint í myndavélina á meðan samskiptin fara fram. 5. Handabandið: Ef það heldur áfram? Að því gefnu að handabandið lifi af heimsfaraldurinn, er það gömul saga og ný að ágætlega þétt handaband vekur traust. Handabandið má ekki vera of laust, en heldur ekki of fast. Fyrir þann hóp fólks sem sér fram á að fundir og samskipti munu að mestu halda áfram í fjarfundarformi í kjölfar Covid, er ágætt að fara yfir það í huganum hvernig þú ert vanur/vön að kynna þig í upphafi fundar. Í raun má segja að þær sekúndur sem þú notar í að kynna þig, sé tækifærið þitt til að vekja upp það traust sem þú að öllu jafna hefur lagt áherslu á að fólk upplifi þegar þú heilsar með handabandi. Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Þegar að sjálfsmyndin hrynur við atvinnumissi Það er frábært þegar að vel gengur. Góð vinna, góður vinnustaður, góðir vinnufélagar, jafnvel góð laun. Vinir og vandamenn samgleðjast okkur í velgengninni. Starfið okkar eykur sjálfstraustið, við erum stolt af því hvað við gerum og hver við erum. 21. júní 2021 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Á vefsíðunni easymeeting.net er að finna ýmsan fróðleik sem getur nýst vel þegar að fólk vill koma vel fyrir. Hér eru fimm atriði sem gott er að hafa í huga. 1. Ekki krossleggja hendur né fætur Leggðu áherslu á að vera afslappaður/afslöppuð, rétta úr baki og krossleggja hvorki hendur né fætur. Þannig ertu að senda þau skilaboð að þú sért opin/n og jákvæður fyrir þeim samskiptum sem framundan eru. Mögulega vilja konur sem klæðast pilsi eða kjól fyrir ofan eða um hné, þó krossleggja fætur ef fundaraðstaðan er þannig að þær sitja á stól án þess að það sé borð fyrir framan. Ef þú klæðist jakka, er mælt með því að þú hneppir honum frá þannig að hann sé opinn á meðan á fundi stendur. 2. Hallaðu þér lítillega í átt að viðmælanda Þegar þú vilt að viðmælandi eða viðmælendur finni að þú hafir áhuga á þeim og umræðunni sem er í gangi, er ágætt að halla sér eilítið í átt að fólki. Það sama gildir á fjarfundum. Líkamsbeiting þar sem þú hallar þér eilítið að myndavélinni þýðir að þú sért að sýna umræðum og viðmælendum áhuga. Passaðu þig þó að vera ekki of nálægt myndavélinni því það er ekki rétt ásýnd að þú sért með andlitið þitt í of mikilli nærmynd. 3. Speglaðu líkamstjáningu fundargesta Með því að spegla líkamstjáningu og svipbrigði fólksins sem þú ert að tala við á fundum, myndar þú sterkari tengsl. Þetta þýðir að ef viðmælandi brosir, brosir þú líka og kinkar kannski kolli. Og svo framvegis. Auðvitað er ekki verið að tala um að þú hermir eftir öllu sem aðrir gera á fundi, heldur frekar verið að benda á að með því að vera vakandi yfir líkamstjáningu annarra, getur þú myndað sterkari tengsl með því að spegla þá hegðun/tjáningu að hluta. 4. Augnsamband og traust Augnsamband er lykilatriði til að mynda traust á milli aðila í samskiptum. Með því að mynda augnsamband ertu að segja að athyglin þín sé á umræðum viðmælanda, að þú hafir áhuga og treystir því sem viðkomandi er að segja. Í Covid hefur augnsambandið aðeins farið forgörðum á fjarfundum. Þar gleyma sér margir og enda með að horfa mest á sjálfan sig á skjánum. Leið til að breyta þessu er að horfa beint í myndavélina á meðan samskiptin fara fram. 5. Handabandið: Ef það heldur áfram? Að því gefnu að handabandið lifi af heimsfaraldurinn, er það gömul saga og ný að ágætlega þétt handaband vekur traust. Handabandið má ekki vera of laust, en heldur ekki of fast. Fyrir þann hóp fólks sem sér fram á að fundir og samskipti munu að mestu halda áfram í fjarfundarformi í kjölfar Covid, er ágætt að fara yfir það í huganum hvernig þú ert vanur/vön að kynna þig í upphafi fundar. Í raun má segja að þær sekúndur sem þú notar í að kynna þig, sé tækifærið þitt til að vekja upp það traust sem þú að öllu jafna hefur lagt áherslu á að fólk upplifi þegar þú heilsar með handabandi.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Þegar að sjálfsmyndin hrynur við atvinnumissi Það er frábært þegar að vel gengur. Góð vinna, góður vinnustaður, góðir vinnufélagar, jafnvel góð laun. Vinir og vandamenn samgleðjast okkur í velgengninni. Starfið okkar eykur sjálfstraustið, við erum stolt af því hvað við gerum og hver við erum. 21. júní 2021 07:01 Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01 Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00 Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01
Þegar að sjálfsmyndin hrynur við atvinnumissi Það er frábært þegar að vel gengur. Góð vinna, góður vinnustaður, góðir vinnufélagar, jafnvel góð laun. Vinir og vandamenn samgleðjast okkur í velgengninni. Starfið okkar eykur sjálfstraustið, við erum stolt af því hvað við gerum og hver við erum. 21. júní 2021 07:01
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid „Ég missti vinnuna í fyrstu bylgju Covid, en ég hafði unnið í rétt yfir ár hjá Innnes. Þá var Sunna komin sex mánuði á leið með yngri strákinn okkar,“ segir Gunnar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Cin Cin um aðdragandann að því að hann stofnaði fyrirtæki sem selur óáfenga eða lítið áfenga drykki. „Þarna var fullt af fólki að missa vinnuna og ég sá fyrir mér að hin hefðbundna atvinnuleit gæti orðið erfið. Sú hugsun ýtti undir þá hugmynd að þetta væri rétti tíminn til að elta drauminn,“ segir Gunnar. 16. júní 2021 07:01
Að forðast mistök á ZOOM fundum Það er ekki bara fjarvinna sem er komin til að vera. Fjarfundir eru það líka. Að vera á fjarfundum á ZOOM, Teams, Messenger eða annars staðar er eitthvað sem við þurfum öll að þjálfa okkur í að standa rétt að. 11. júní 2021 07:00
Vinnualkar og helstu einkenni þeirra Við tölum oft um fólk sem við teljum vera algjöra vinnualka. Eða viðurkennum okkur sjálf sem vinnualka. Stundum tölum við um að það sé jákvætt að vera vinnualki. Svona eins og það sé tilvísun í að vera mjög duglegur í vinnu. 1. júní 2021 07:01