Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Arnór Víkingsson skrifar 24. júní 2021 13:30 Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að menningarhúsið og sjálfseignarstofnunin Hannesarholt opnaði árið 2013 hefur starfsemin í senn verið fjölskrúðug og blómleg. Hundruð viðburða haldnir sem tengjast bókmenntum, tónlist, myndlist, handverki ýmis konar, matarlist, loftslagsmálum, samfélagsmálum, fjölmenningu, vísindum, heimspeki, sögu, kvikmyndum, heilsu og lífsstíl, hugleiðslu og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum fjölda „kvöldstunda með gesti“. Hannesarholt var brautryðjandi í að rækta söngarfinn okkar með reglulegum „Syngjum saman“ samsöngsviðburðum í netstreymi. Farnar hafa verið sögugöngur um nágrennið, bæklingar með sögulegu efni gefnir út, allmörg ljóð Hannesar Hafstein verið þýdd á enska tungu, haldin sönglagakeppni þar sem þjóðin eignaðist rúmlega tvö hundruð ný lög við ljóð Hannesar og sýningin „Konur – áhrifavaldar í lífi Hannesar Hafstein“ prýðir í dag veggi Hannesarholts áhugasömum til skoðunar og þeim að kostnaðarlausu. Hannesarholt framleiddi 12 mínútna mynd um Hannes Hafstein og mótunarár borgarinnar og undanfarnar vikur hefur þjóðin getað fylgst með annnarri framleiðslu sem Hannesarholt stóð að – viðtalsþættir frá 2012 við Vigdísi Finnbogadóttur fyrrv forseta Íslands. Með samstarfi við grunn- og framhaldsskóla hafa nemendahópar fengið leiðsögn um húsið án endurgjalds, tónlistarskólar fengið inni í tónlistarsalnum Hljóðbergi á lágmarksverði og komið hefur verið á samstarfi við ýmsar menntastofnanir, nú síðast Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem afraksturinn var framúrskarandi sýning nemenda skólans á Hönnunarmars nú í vor og leirtau sem notað hefur verið undanfarið í framreiðslu á mat í húsinu. Allir sem til þekkja vita að starfsemi sem þessi stendur ekki fjárhagslega undir sér og því mætti spyrja hvað ætli ríki og sveitafélög hafi lagt til reksturs starfseminnar? Svarið er EKKERT. Hannesarholt hefur aldrei notið rekstrarstyrkja að hálfu opinberra aðila en fengið verkefnastyrki, samtals að upphæð um 7 milljónir króna á þessum 8 árum eða undir einni milljón kr á ári að meðaltali, sem er þakkarvert en stendur ekki undir svona menningarstarfsemi. Nú hefur Hannesarholti verið lokað því starfsemin getur ekki gengið áfram án stuðnings opinberra aðila. Ég trúi því að með Hannesarholti brottgengu tapist menningarverðmæti sem erfitt eða ógerlegt verður að endurheimta. Það menningarstarf sem forsvarsmenn Hannesarholts hafa byggt upp á síðustu 8 árum er að mínu mati einstakt og verður ekki leikið eftir annars staðar. Kaldhæðnin í þessari óskemmtilegu stöðu er að sá stuðningur sem Hannesarholt hefur óskað eftir frá opinberum aðilum kemur allur til baka í vasa ríkissjóðs og sveitafélaga í afleiddum gjöldum; árlegar greiðslur til opinberra aðila vegna starfsemi Hannesarholts nema að lágmarki 26 milljónir króna, upphæð af allt annarri stærðargráðu en sú milljón sem stofnunin hefur fengið í verkefnastyrki. Þess utan bera opinberir aðilar engan kostnað af endurbyggingu eða viðhaldi þessa menningarlega dýrmæta húss þjóðarinnar, en nokkur dæmi úr nýlegri fortíð okkar sýna að slíkur kostnaður nemur gjarnan hundruðum milljóna króna. Því spyr ég: Hefur íslensk þjóð efni á því að starfsemi Hannesarholts leggist af? Höfundur er stofnfélagi og hollvinur Hannesarholts.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun