Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 13:50 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Hlýnandi veður Veður Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45