Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Snorri Másson skrifar 25. júní 2021 13:50 Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Ríkislögreglustjóra hefur verið falið af dómsmálaráðuneytinu að endurskoða verklagsreglur í kringum afhendingu lögreglu á gögnum til nefndarinnar. Eftirlitsnefndin kvað upp úr um það í áliti sínu nýverið að lögreglumenn á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem fjármálaráðherra var staddur í samkvæmi, hefðu farið fram með ámælisverðum hætti. „Ekki verið að leyna neinu í þessu máli“ Þegar eftirlitsnefndin bað lögregluna um upptökur af samtölum lögreglumannanna úr búkmyndavélum þeirra kom í ljós að hluti upptakanna hefði verið afmáður úr gögnunum. Upptökurnar voru loks afhentar nefndinni í heild og gat rannsókn þá hafist. Halla Bergþóra segir að þar með hafi ekki verið ætlunin að leyna neinu í upptökunum. „Það var ekki verið að leyna neinu í þessu máli og nefndin veit það eins og við. Þetta hefur sínar skýringar,“ segir hún í samtali við Vísi. „Það var ekkert þannig í gangi hjá okkur.“ Halla tekur ekki afstöðu til þess hvort framferði lögreglumannanna hafi verið ámælisvert, heldur segir hún að nú móttaki embættið niðurstöður nefndarinnar og setji þær í eðlilegan farveg. Að öðru leyti tjáir hún sig ekki um einstök mál heldur vísar á sjálfa eftirlitsnefndina. Fulltrúar hennar hafa ekki veitt viðtöl. Lögreglumennirnir þetta kvöld spjölluðu meðal annars um það á vettvangi hvort ekki væri um að ræða nokkuð fréttnæman viðburð og viku að stjórnmálaskoðunum viðstaddra. Þetta taldi eftirlitsnefndin ámælisvert. Endurskoða verklagsreglur Ekki virðist kominn skriður á opinber viðbrögð við eiginlegu framferði lögreglumannanna þetta kvöld en strax er ljóst að brugðist verður við háttsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við afhendingu á gögnum til eftirlitsnefndarinnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Þannig hefur dómsmálaráðuneytið nú falið embætti ríkislögreglustjóra að taka til athugunar verklagsreglur um fjölmiðla og afhendingu upplýsinga til eftirlitsnefnda, eins og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri upplýsir um í samtali við Vísi. „Við höfum fengið það verkefni að fara yfir afhendingu gagna til nefndarinnar og setja reglur um það. Það kom í kjölfar þessa máls til okkar, sem sagt hvað megi, eigi og hvernig eigi að afhenda nefnd um eftirlit með störfum lögreglu.“ Einnig á að semja reglur um samskipti lögreglunnar við fjölmiðla. „Það er eðlilegt að við gerum það og setjum verklagsreglur. Samskipti við fjölmiðla eru mjög mikilvæg fyrir lögreglu í landinu, til að tryggja að við höldum trausti og um leið til þess að öll okkar verk séu eins og lög leyfa. Þess vegna tókum við til dæmis upp þessar búkmyndavélar.“ Sigríður tekur ekki afstöðu til þess hvort ætla megi að þeir sem átt hafi við upptökur úr búkmyndavélum áður en þær voru afhentar eftirlitsaðilum muni sæta viðurlögum fyrir það. „Það þyrfti þá að vera eitthvað sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mikilvægt að lögregla svari fyrir vinnubrögð í Ásmundarsalarmálinu Lektor í lögreglufræðum segir mikilvægt að svarað verði fyrir það hvort og af hverju átt hafi verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem voru á vettvangi í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu. 25. júní 2021 13:45