Innlent

Ölvaðir í mið­bænum ekki til mikilla vand­ræða

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lög­reglan þurfti að­eins að hafa af­skipti af einum manni sem var hent út af skemmti­stað.
Lög­reglan þurfti að­eins að hafa af­skipti af einum manni sem var hent út af skemmti­stað. vísir/Kolbeinn Tumi

Svo virðist sem djammið í mið­bænum í nótt hafi gengið nokkuð eðli­lega fyrir sig, að minnsta kosti að því marki sem slíkt getur talist eðli­legt. Af­­skipti lög­­reglu af fólki í bænum í nótt virðast nefni­lega hafa verið lítil sem engin.

Í dag­legri frétta­til­kynningu lög­reglunnar virðist það eina mark­verða sem kom upp í gær­kvöldi hafa verið þegar dyra­verðir á ó­nefndum skemmti­stað hafi óskað eftir að­stoð lög­reglu vegna ein­stak­lings sem var til vand­ræða.

Ein­stak­lingurinn var fjar­lægður af lög­reglu en var ekki hand­tekinn og hélt sína leið eftir við­ræður við lög­reglu­menn.

Ekki eru tíðindi lög­reglunnar fleiri úr mið­bænum eftir gær­kvöldið.

Ríkis­stjórnin til­kynnti það í gær­morgun að allar sótt­varna­tak­markanir yrðu felldar niður á mið­nætti og fylltust margir kvíða­blandinni til­hlökkun fyrir kvöldinu, sem yrði það fyrsta í um fimm­tán mánuði þar sem bærinn yrði opinn til fjögur.

Ein­hverjir hefðu getað séð fyrir sér karni­valískt upp­gjör eftir síðustu mánuði en svo virðist sem allt hafi gengið stórslysalaust fyrir sig í mið­bænum í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×